Lífið

Afslappað par

Jarðbundinn Hjartaknúsarinn Orlando Bloom hefur verið á föstu með fyrirsætunni Miröndu Kerr frá árinu 2007.nordicphotos/getty
Jarðbundinn Hjartaknúsarinn Orlando Bloom hefur verið á föstu með fyrirsætunni Miröndu Kerr frá árinu 2007.nordicphotos/getty

Leikarinn Orlando Bloom og kærasta hans, ástralska fyrirsætan Miranda Kerr, skemmtu sér saman á tónleikum hljómsveitarinnar Kings of Leon á dögunum.

Parið, sem hefur verið saman frá árinu 2007, virtist njóta bæði tónlistarinnar og félagsskapar hvort annars. „Þau voru mjög afslöppuð og virtust mjög jarðbundin. Þau virtust skemmta sér mjög vel saman, þau dönsuðu og föðmuðust," var haft eftir einum tónleikagesti. Annar tónleikagestur segir að parið hafi skemmt sér við að benda á fólk í salnum sem þeim þótti aðlaðandi.

„Fyrst benti Orlando á stúlku og spurði Miröndu hvort henni þætti hún ekki vera flott, Miranda hló og kinkaði kolli og svo benti hún á mann og spurði Orlando hins sama."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.