Lífið

Leikstjórar bjóða fólki í heimavídeó

Ragnar, Hilmar og Friðrik Þór bjóða fólki heim til sín í vídeókvöld mánudaginn 21. september.fréttablaðið/vilhelm
Ragnar, Hilmar og Friðrik Þór bjóða fólki heim til sín í vídeókvöld mánudaginn 21. september.fréttablaðið/vilhelm

Leikstjórarnir Friðrik Þór Friðriksson, Hilmar Oddsson og Ragnar Bragason ætla að bjóða áhugafólki um kvikmyndir heim til sín í vídeókvöld mánudaginn 21. september í tilefni af Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík.

„Mér finnst þetta mjög skemmtileg hugmynd,“ segir Ragnar og óttast ekkert að fá ókunnugt fólk heim til sín í vídeó. „Það er bara forvitnilegt að eiga skemmtilega kvöldstund með ókunnugu fólki.“ Ekki komast þó margir fyrir heima hjá Ragnari því hann býr í lítilli kjallaraíbúð. „Það komast í mesta lagi tíu manns. Þetta verður lítið og notalegt.“

Ragnar er ekki búinn að ákveða hvaða mynd hann ætlar að sýna. „Það verður eitthvað mjög óvænt og skemmtilegt, ég get lofað því.“ Sjálfur segist hann vera alæta á kvikmyndir og því getur fólk á von á hverju sem er.

Hægt er að kaupa miða á skrifstofu Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík og gegnum síma 411 7015. Sýningarnar hefjast stundvíslega kl. 20 á heimilum leikstjóranna. Eins og gefur að skilja er takmarkaður fjöldi miða í boði.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.