Fleiri fréttir

Sundlaugapartý í Vesturbæ

Vestubæingar eru nú á endaspretti söfnunnar fyrir nýju fiskabúri í anddyrir Vesturbæjarlaugarinnar. Mímir-Vináttufélag Vesturbæjar stendur að söfnuninni sem lýkur með veglegri fjölskylduhátíð í lauginni í dag.

Mjólkar sig á Hverfisgötu í dag

„Báðir synir mínir fæddust fyrir tímann og þurftu því að dvelja á vökudeild Barnaspítala Hringsins eftir fæðingu. Ég gat ekki tekið þá á brjóst og þurfti því að nota mjaltavél við það. Mér þótti þetta svolítið fjarstæðukennt en á sama tíma fannst mér þetta nokkuð myndrænt og mér datt í hug að nota þessa reynslu í gjörning,“ segir Katrín I. Jónsdóttir Hjördísardóttir listamaður, sem verður með allsérstakan gjörning á vinnustofu sinni við Hverfisgötu 61 í dag.

Leita af dönsurum í Spiral

„Við erum komin með skýra stefnu um hvað við ætlum að gera og erum að gera heildstæðara „lúkk“ fyrir hópinn,“ segir Unnur Gísladóttir framkvæmdastýra Spiral, fyrrum stúdentadansflokksins.

Stofnar nýja söngleikjadeild

„Það er skrítið að þetta skuli ekki vera komið fyrr miðað við vinsældirnar á þessu leiklistarlistarformi," segir Ívar Helgason, söngvari, leikari og dansari. Ívar mun sjá um nýja söngleikjadeild innan Söngskólans í Reykjavík í haust í fyrsta sinn og verða áheyrnarprufur haldnar 2. september.

Kvíðir bleiuskiptingum

Raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian, sem á von á sínu fyrsta barni í desember, segist kvíða því einna mest að þurfa að skipta um bleiur.

Foo Fighters með safnplötu

Rokkararnar í Foo Fighters ætla að gefa út nýja safnplötu síðar á þessu ári. Platan nefnist einfaldlega Greatest Hits og kemur út 2. nóvember. Á henni verða lög af fjórtán ára ferli Dave Grohl og félaga auk að minnsta kosti tveggja nýrra laga.

Elma Lísa á trúnó

„Fatamarkaðurinn verður í Félagi íslenskra leikara að Lindargötu 6 fyrir aftan Þjóðleikhúsið," svarar Elma Lísa Gunnarsdóttir leikkona sem ætlar að selja notuð föt og fleira fínerí á morgun. „Markaðurinn byrjar klukkan ellefu á morgun og er opin til sex. Ég og Silja Hauks leikstjóri erum saman að halda þetta," segir Elma Lísa. Hvað ætlið þið að selja? „Fullt af alls konar dótir og allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi þarna." Bara fyrir konur? „Nei það verða einhver strákaföt líka. Skór, töskur, glingur og góss og svo er opið hús í báðum leikhúsunum á morgun." „Það er rosa mikið að gera því bæði leikhúsinu verða með opin hús. Hjá okkur verða óvæntar uppákomur, heitt á könnunni og trúnóhorn - og það er ókeypis." Ferðu þá á trúnó? „Já ég get tekið hornið af og til og ráðlagt fólki," svarar hún hlæjandi.

Fá lagahöfunda út úr skápnum

Tónlistarhátíðin Melodica Acoustic Festival fer fram um helgina, en þetta mun vera í þriðja sinn sem hátíðin er haldin.

Raul vill komast í raunveruleikasjónvarp

Einkaþjálfarinn Raul Rodriguez, sem var nokkuð áberandi hér á landi um tíma, hefur fundið ástina að nýju. Sú heppna heitir Jorie McDonald og er sundfatafyrirsæta í Los Angeles.

Kate Winslet kemur Kela í heimsfréttirnar

„Við réðum sérstaka PR-manneskju fyrir ferð okkar út og hún sendi út litla fréttatilkynningu um að Kate talaði inn á myndina. Hún sagðist aldrei á ævinni hafa fengið önnur eins viðbrögð," segir Margrét Dagmar Ericsdóttir, móðir Kela, sólskinsdrengsins, og framleiðandi heimildarmyndarinnar um hann, Sólskinsdrengurinn.

Q4U nýtur vinsælda í Berlín

„Það er komið eitthvað Q4U-költ í Berlín og það veit enginn út af hverju," segir Gunnþór Sigurðsson, bassaleikari pönksveitarinnar Q4U.

Keppt um Viðeyjarhnossgætið

„Við vorum með Töðugjöld í fyrsta sinn í fyrra og þessi keppni er partur af þeirri dagskrá núna á laugardaginn," segir Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona og verkefnastjóri Viðeyjar um keppnina um Viðeyjarhnossgætið.

Leika löggur á Broadway

Daniel Craig og Hugh Jackman leika löggur frá Chicago í nýju Broadway-leikriti, A Steady Rain, sem verður frumsýnt í New York 29. september. Þetta verður í fyrsta sinn sem Craig stígur á svið á Broadway en hann er þaulvanur því að leika á sviði í London.

Spáir Gaga stuttum ferli

Tori Amos spáir því að ferill Lady Gaga verði ekki langur og aðdáendur hennar muni fljótt fá leið á henni.

Sjúk íslensk sunddrottning

Vísir hafði samband við Ragnheiði Ragnarsdóttur sunddrottningu til að forvitnast um mataræðið hjá henni og hvað hún gerir til að halda sér í formi. „Ég er að æfa 12 – 13 sinnum í viku og hugsa vel um hvað ég borða. Svo stunda ég Ropeyoga og pilates með sundinu. Ég er með ropeyoga bekk heima og svo fer ég alltaf til Elínar. Kannastu við hana? Hún er með Elín.is,“ svarar Ragnheiður. „Þegar ég er að æfa og er að keppa þá borða ég engan sykur. Ég borða ávexti, grænmeti, steiki til dæmis eggjahvítu á pönnu í morgunmat. Ég borða prótein og kolvetni og fitu í hverri einustu máltið." Af hverju eggjahvítu í morgunmat? „Í eggjahvítu eru góð prótein og fæ mér tómata eða epli með eða hnetur. Ég reyni að blanda réttum fæðutegundunum saman. Ég er með svipað matarprógram og flestir sem eru bestir í sundi í heiminum. Það nægir ekki að borða bara vel daginn fyrir keppni heldur alltaf," segir Ragnheiður. „Svo borða ég prótein í rauninni í hverri máltið eins og kotasælu, skyr, eggjahvítu kjöt og fisk. Svo finnst mér voða gott að fá mér OhYeah próteindrykk með súkkulaðibragði því í honum er mikið prótein og fíla bragðið í tætlur." „Það er algjör misskilningur að borða ekki prótein og það á líka við um fitu. Það á ekki að sleppa góðri fitu eins og ólivuolíu og hnetum - en í hófi. Ég er ekki að meina að háma í sig salthnetur. Óje prótein? „Já. Mér finnst súkkulaðið gott. Þetta OhYeah er algjör snilld og bragðast eins og kókómjólk. Þá fullnægi ég súkkulaðiþörfinni,“ svarar Ragnheiður. Færðu þér nammi? „Sykurneysla er náttúrulega bara venja og sykur er ekki hollur fyrir líkamann í neinu formi. Það er ávaxtasykur í ýmsu eins og nammi og kók eða djús. Ég hef haldið mig frá þessu því það gerir mann bara slappan og þreyttan. Það er engin orka í þessu. Sumir segja allt er gott í hófi en það eru fáir sem geta leyft sér eitt súkkulaði á laugardögum og ekkert meir. En ég viðurkenni að ég fæ mér köku þegar ég er búin með sundmót en ég sleppi sykrinum á meðan ég er að æfa fyrir mót og af því að það er svo óholt fyrir líkamann . Líkaminn veit ekkert hvað hann á að gera við sykurinn. Þetta er bara ávani. Það er ýmislegt sem maður getur fengið sér í staðinn ein og OhYeah til dæmis. Ég borða líka próteinstangir. Það er skárra en að fá sér Snickers.“ Drekkur þú áfengi? „Þegar ég er að æfa og keppa þá held ég mig frá því. En ef ég fer í frí þá fæ ég mér eitt eða tvö rauðvínsglös af og til - kannski með góðri steik. En nei, ég hef enga þörf fyrir áfengi. Ég verð aldrei full. Það eyðileggur alveg æfingarnar og skapið," svarar Ragnheiður. „Ef ég er svöng finnst mér líka ótrúlega gott að setja vanilluskyr frá Kea og með Makademian hnetum út í. Þær eru sjúklega góðar á bragðið."

Michael lifir - myndband

Poppgoðið Michael Jackson var með banvænan skammt af deyfilyfinu Propofol í líkama sínum þegar hann lést samkvæmt fréttavef BBC. Þetta kom í ljós eftir að krufningaskýrslur voru gerðar opinberar. Michael lést þann 25. júní síðastliðinn úr hjartaáfalli. Nú hefur komið í ljós að lyfin drógu hann til dauða. Læknirinn hans, Conrad Murray, hefur verið yfirheyrður tvívegis af lögreglunni en hann er ekki kominn með réttarstöðu grunaðs manns samkvæmt fréttavef BBC. Eins og myndbandið, sem fer um internetið eins og eldur í sinu, lítur allt út fyrir að Michael stökkvi út úr sama sjúkrabíl og hann var fluttur af heimili sínu 25. júní síðastliðinn því bílnúmerið er það sama.

Nýtt ár hafið hjá ÍD

Djammvika, fjölskyldusýning, ferð til Akureyrar, alþjóðleg samstarfsverkefni og stórsýning með Sinfóníunni eru helstu verkefni Íslenska dansflokksins á sýningarárinu sem nú er að hefjast. ÍD frumsýnir í september Fjölskyldusýningu, brot úr fimm aðgengilegum verkum. Frítt verður inn á sýninguna fyrir börn yngri en 12 ára. Katrín Hall, listrænn stjórnandi flokksins, segir þetta kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að koma saman og upplifa töframátt dansins.

Páll Stefáns fær góða aðstoð

Nígeríski verðlaunahöfundurinn Chimamanda Ngozi Adichie er meðal þeirra sem skrifa sérstaklega fyrir ljósmyndabók Páls Stefánssonar, Afríka – Fótboltaálfan.

Opnunartónleikar í ömmunni

Opnunartónleikar Melodica Acoustic Festival fara fram í versluninni Sexy Grandma í dag. Tónleikarnir verða jafnframt lokatónleikar því verslunin leggur upp laupana á morgun.

Bætir tilfinningum við takta

Fyrsta plata trommuleikarans Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar er komin út. Þorvaldur sækir innblástur sinn í ýmsar tónlistarstefnur, þar á meðal popp, djass og hip-hop, og var platan tekin upp á meðan hann bjó í Bandaríkjunum.

Endurgerir Hring Friðriks Þórs með íslenskri orku

Ey­steinn Guðni Guðnason kvikmyndagerðarmaður ætlar endurgera mynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Hringinn, sem kom út árið 1985. Sú mynd var heldur óvenjuleg því hún var tekin upp í bíl sem ók hringinn í kringum landið án þess að nokkrir leikarar kæmu við sögu.

Logi Geirs og Bjöggi láta gott af sér leiða

„Ég rakst á frétt á netinu um Alexöndru Líf og hún snerti mig mjög mikið. Þetta er fjölskylda sem hefur þurft að þola ansi mikið og þarf á stuðningi að halda," segir Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta og ein af silfurhetjunum. Hann og Logi Geirsson hafa ákveðið að gefa Alexöndru Líf áritaða Silver-landsliðstreyju með áritunum frá öllum leikmönnum handboltalandsliðsins. Þá hafa þeir keypt tíu miða á styrktartónleika Alexöndru.

Hin drungalega Fever Ray

Sænska tónlistarkonan Fever Ray hefur hlotið mikið lof fyrir fyrstu sólóplötu sína sem kom út í vor. Margir telja að hún verði ofarlega á listum yfir bestu plötur ársins 2009.

Hundrað útlendingar sóttu um

„Þetta er stóraukinn fjöldi,“ segir Garðar Stefánsson sem skipuleggur kvikmyndasmiðju Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem verður haldin í næsta mánuði.

Safna höfuð-leðrum nasista

Stríðsmynd Quentins Tarantino, Inglorious Basterds, hefur hlotið mjög góðar viðtökur og er af mörgum talin hans besta mynd í langan tíma. Einkennismerki hans, löng samtöl og blóðug ofbeldisatriði, eru að sjálfsögðu á sínum stað.

Í heimsókn hjá Opruh

Söngkonan Whitney Houston ætlar að veita sitt fyrsta langa viðtal í tæp sjö ár í spjallþætti Opruh 14. september. Whitney, sem er 46 ára, ætlar í leiðinni að kynna sína nýjustu plötu, I Look At You, sem er sú fyrsta í sex ár.

Bíómynd um líf Epsteins

Bítlarnir eru heitt viðfangsefni í kvikmyndir þessa dagana. Í seinustu viku var tilkynnt að Robert Zemeckis ætlar sér að gera endurgerð af myndinni Yellow Submarine með „motion capture“ tækni.

Drykkur byrlaður

Miðasala á Ástardrykkinn, óperusýningu haustsins hjá Íslensku óperunni, hefst í dag kl. 14. Einungis átta sýningar verða á þessari kunnu gamanóperu en frumsýning er í októberlok.

Susan í Wall Street

Susan Sarandon er í samningaviðræðum um að leika í framhaldsmyndinni Wall Street 2: Money Never Sleeps í leikstjórn Olivers Stone.

Dansvæn safnplata

Útgáfufyrirtækið Icelands Airport Route hefur gefið út safnplötuna Audio 101: Reykjavik sem hefur að geyma danstónlist úr ýmsum áttum.

Sýndu sumartísku næsta árs

Hönnunarfyrirtækið ELM Design frumsýndi nýja vor- og sumarlínu fyrir árið 2010 í síðustu viku. Hönnunarfyrirtækið ELM Design, sem hefur verið starfrækt í tíu ár, hélt á dögunum sérstaka frumsýningu á nýrri vor- og sumarlínu fyrir árið 2010. Sama lína verður sýnd á tískuvikunni í París í september.

Loksins sátt við sjálfa sig

Kelly Rowland segist loksins vera búin að öðlast trú á hæfileika sína eftir að hafa lifað í ótta síðastliðin ár. Í viðtali við dagblaðið USA Today segist söngkonan hafa átt í erfiðleikum með sjálfsmynd sína þegar hún hóf sólóferil eftir að Destiny's Child hættu. Sólóferill hennar gekk ekki sem skyldi í Bandaríkjunum, en lög hennar hafa náð á topp vinsældalista út um allan heim.

Elskar Jordan

Bardagaíþróttakappinn Alex Reid sem er nýr kærasti glamúr­fyrirsætunnar Jordan, segist vera yfir sig ástfanginn.

Dreymir um Íslandsferð

Dallas-leikarann Larry Hagman dreymir um að koma til Íslands og veiða lax. Þetta kemur fram í viðtali við kappann sem birtist í breska blaðinu Daily Telegraph. Þar er leikarinn spurður út í hina og þessa staði sem hann hafi komið til í gegnum tíðina, hvaða sumarleyfisstaðir standi upp úr og þar fram eftir götunum.

Tökur á Kóngavegi 7 að hefjast

Undirbúningur er í fullum gangi fyrir kvikmyndina Kóngaveg 7 í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur. Framleiðendur eru þeir Árni Filippusson, Hreinn Beck og Davíð Óskar Ólafsson, sonur Valdísar. Þeir framleiddu einnig Sveitabrúðkaup sem var frumraun hennar sem leikstjóri. Sú mynd hlaut fjórar tilnefningar til Eddu-verðlaunanna á síðasta ári, meðal annars fyrir bestu mynd og bestu klippingu.

Óperur á Akureyri

Alexandra Chernyshova stendur í ströngu sem fyrr. Um helgina frumsýnir hún tvo óperuþætti í leikhúsinu á Akureyri og verða tvær sýningar nyrðra og hefjast báðar kl. 15 á laugardag og sunnudag. Alexandra er sem kunnugt er listrænn stjórnandi og aðaldriffjöður Óperu Skagafjarðar þar sem hún starfar sem kennari. Þessi menntaða söngkona hefur þar drifið upp tónlistarstarf og á Ópera Skagafjarðar nú tvær stórar uppfærslur að baki: La Traviata og Rigoletto.

Excalibur endurgerð

Kvikmyndaframleiðandinn Warner Bros. ætlar að endurgera ævintýrakvikmyndina Excalibur frá árinu 1981.

Unnur Birna gerist söngkona

„Við vissum að bæði Stefán Karl Stefánsson og Laddi væru hörkusöngvarar og að Stefán Hallur gæti alveg haldið lagi. En Unnur Birna kom okkur alveg skemmtilega á óvart,“ segir Þorsteinn Gunnar Bjarnason, leikstjóri kvikmyndarinnar Jóhannes.

Valin kona ársins

Tímaritið Billboard hefur valið Beyoncé Knowles konu ársins og verður hún heiðruð við hátíðlega athöfn í New York 2. október næstkomandi.

Óskarinn ekki til Scorsese

Væntanleg mynd Martins Scorsese, Shutter Island verður ekki frumsýnd í Bandaríkjunum í október á þessu ári eins og áður var fyrirhugað heldur verður færð fram í febrúar. Sem þýðir bara eitt, hún mun ekki keppa um næstu Óskarsverðlaun. Fréttin hefur farið eins og eldur í sinu um netheim kvikmyndanördanna, en myndin var talin afar líkleg til vinnings.

Gamall fýlupúki á ferðalagi

Teiknimyndin Up frá framleiðendunum Disney og Pixar verður frumsýnd hérlendis á morgun bæði með íslensku og ensku tali. Up var opnunarmynd Cannes-hátíðarinnar í vor og fékk þar fínar viðtökur. Viðbrögðin vestanhafs létu heldur ekki á sér standa því hún komst strax í efsta sætið yfir vinsælustu myndirnar.

Áheitanúmer söfnunarinnar „Á allra vörum“ opnuð

Áheitanúmer söfnunarátaksins „Á allra vörum" voru opnuð í morgun og við sama tækifæri reið Já á vaðið og gaf 118.000 krónur í söfnunina, sem að þessu sinni er til styrktar hvíldarheimili fyrir krabbameinssjúk börn og fjölskyldur þeirra.

Sjá næstu 50 fréttir