Lífið

Fjölgar í Réttunum

Ólöf Arnalds hefur bæst í hóp þeirra sem stíga á svið á tónleikaröðinni Réttum í lok september.fréttablaðið/stefán
Ólöf Arnalds hefur bæst í hóp þeirra sem stíga á svið á tónleikaröðinni Réttum í lok september.fréttablaðið/stefán

Hópur íslenskra flytjenda hefur bæst við tónleikaseríuna Réttir sem verður haldin í Reykjavík dagana 23. til 26. september. Ólafur Arnalds, Ólöf Arnalds, Dr. Spock, Megas og Senuþjófarnir og Ensími hafa öll bæst í hópinn, auk þess sem meðlimir múm ætla að kynna eitt tónleikakvöld og spila sem plötusnúðar. Áður höfðu boðað komu sína á hátíðina listamenn á borð við Mugison, Hjálma, Hjaltalín, FM Belfast, Dikta og Agent Fresco.

Miðasala á Réttir hefst í dag á Midi.is og í verslunum Skífunnar. Hægt er að kaupa einn miða sem gildir á alla tónleikana og kostar hann 3.500 krónur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.