Buff leikur lög Magga Eiríks 2. september 2009 07:00 Hljómsveitin Buff er að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks.fréttablaðið/pjetur Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann. „Það var haft samband við okkur og spurt hvort við hefðum áhuga. Við höfðum það svo sannarlega þar sem við erum allir miklir aðdáendur Magga,“ segir Hannes Friðbjarnarson, trommari Buffsins. „Okkur fannst gríðarlegur heiður að vera boðið þetta, líka því Maggi hefur sínar skoðanir á hlutunum. Hann var mjög hrifinn af því að við myndum taka þetta í okkar hendur og við fengum þau skilaboð að við mættum gera það sem okkur sýnist.“ Buff sér um allan undirleik á plötunni og söngurinn er að mestu í höndum sveitarinnar. Maggi syngur þó í einhverjum lögum og tekur jafnframt virkan þátt í verkefninu. Við undirbúning plötunnar söng Maggi inn sín vinsælustu lög á kassagítarinn og í framhaldinu ákvað Buffið hvernig lögin yrðu útsett. Þar má telja gimsteina á borð við Ó þú, Reyndu aftur, Samferða, Gleðibankinn og Hin eina sanna ást, sem Björgvin Halldórsson söng í myndinni Óðal feðranna. „Hugmyndin er að þessi plata fylgi bókinni,“ segir Maggi Eiríks. „Það var annað hvort að gera þetta með „orginal“ upptökurnar eða gera eitthvað aðeins öðruvísi. Mér datt í hug að það væri sniðugt að fá unga og hrausta menn til að koma með nýtt sjónarhorn á þessi lög,“ segir hann. „Þessi lög eru mörg börn síns tíma en það breytir ekki því að menn hafa mismunandi aðkomu að svona efni. Ég vona bara að þeir fari sem lengst frá „orginalnum.“ Upptökur hófust í síðustu viku í hljóðveri í íbúð eins meðlims Buffsins á Laugaveginum sem var sérstaklega búið til fyrir þetta verkefni. Platan, sem hefur fengið vinnuheitið Lag og texti - Magnús Eiríksson, er væntanleg í október, sama dag og bókin kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Sögur. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikaferð um landið þar sem Buff, Maggi og hljómsveit hans Mannkorn leika listir sínar. freyr@frettabladid.is Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira
Hljómsveitin Buff er þessa dagana að taka upp plötu með sínum útgáfum af vinsælustu lögum Magga Eiríks. Tilefnið er útgáfa nýrrar ævisögu um kappann. „Það var haft samband við okkur og spurt hvort við hefðum áhuga. Við höfðum það svo sannarlega þar sem við erum allir miklir aðdáendur Magga,“ segir Hannes Friðbjarnarson, trommari Buffsins. „Okkur fannst gríðarlegur heiður að vera boðið þetta, líka því Maggi hefur sínar skoðanir á hlutunum. Hann var mjög hrifinn af því að við myndum taka þetta í okkar hendur og við fengum þau skilaboð að við mættum gera það sem okkur sýnist.“ Buff sér um allan undirleik á plötunni og söngurinn er að mestu í höndum sveitarinnar. Maggi syngur þó í einhverjum lögum og tekur jafnframt virkan þátt í verkefninu. Við undirbúning plötunnar söng Maggi inn sín vinsælustu lög á kassagítarinn og í framhaldinu ákvað Buffið hvernig lögin yrðu útsett. Þar má telja gimsteina á borð við Ó þú, Reyndu aftur, Samferða, Gleðibankinn og Hin eina sanna ást, sem Björgvin Halldórsson söng í myndinni Óðal feðranna. „Hugmyndin er að þessi plata fylgi bókinni,“ segir Maggi Eiríks. „Það var annað hvort að gera þetta með „orginal“ upptökurnar eða gera eitthvað aðeins öðruvísi. Mér datt í hug að það væri sniðugt að fá unga og hrausta menn til að koma með nýtt sjónarhorn á þessi lög,“ segir hann. „Þessi lög eru mörg börn síns tíma en það breytir ekki því að menn hafa mismunandi aðkomu að svona efni. Ég vona bara að þeir fari sem lengst frá „orginalnum.“ Upptökur hófust í síðustu viku í hljóðveri í íbúð eins meðlims Buffsins á Laugaveginum sem var sérstaklega búið til fyrir þetta verkefni. Platan, sem hefur fengið vinnuheitið Lag og texti - Magnús Eiríksson, er væntanleg í október, sama dag og bókin kemur út hjá útgáfufyrirtækinu Sögur. Plötunni verður fylgt eftir með tónleikaferð um landið þar sem Buff, Maggi og hljómsveit hans Mannkorn leika listir sínar. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Bíó og sjónvarp Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Sjá meira