Lífið

Hnefaleikar hjálpuðu til

mickey rourke Leikarinn kennir sjálfum sér um að hafa verið fjarri sviðsljósinu í áratug.
mickey rourke Leikarinn kennir sjálfum sér um að hafa verið fjarri sviðsljósinu í áratug.

Leikarinn Mickey Rourke kennir sjálfum sér um að hafa verið fjarri sviðsljósinu í rúman áratug. „Það er betra að vinna ekki heldur en að vinna og vera á sama tíma öllum gleymdur. Ég var núll og nix í tólf til þrettán ár.

Manni líður hryllilega og er ekki lengur við stjórnvölinn," sagði Rourke, sem átti frábæra endurkomu í myndinni The Wrestler. Hann segir að hnefaleikaiðkun sín hafi hjálpað sér að koma undir sig fótunum á nýjan leik.

„Íþróttirnar komu mér í rétt hugarástand og fengu mig til að halda áfram og gefast ekki upp. Mér fannst ballið ekki vera búið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.