Fleiri fréttir

Flutti út frá Westwick

Ed Westwick og Chace Crawford, sem þekktastir eru fyrir leik sinn í þáttunum Gossip Girl, hafa verið herbergisfélagar frá því að tökur á þáttunum hófust. Nú hefur Chace aftur á móti flutt út úr íbúðinni sem þeir deildu í Chelsea-hverfinu í New York og í sína eigin sem er í fjármálahverfi borgarinnar. Ástæðan fyrir flutningunum ku vera sú að Chace þoldi ekki lengur óþrifnaðinn sem fylgdi Ed.

Lukas vildi Amiinu

Hljómsveitin Amiina heldur áfram að vekja athygli utan landsteinanna. Sænski leikstjórinn Lukas Moodysson, sem til dæmis er þekktur fyrir myndirnar Lilja 4ever og Tilsammans, fór á stúfana við stelpurnar og fékk að nota tvö lög af plötunni Kurr í nýjustu mynd sína Mammoth. Þá hafa tónlistarmenn á borð við Danny Elfman sýnt áhuga á samstarfi við stelpurnar.

Trump erfingi á leið í hnapphelduna

Ivanka Trump, dóttir hins umtalaða milljarðamærings, Donalds, gengur senn í hnapphelduna. Ivanka tilkynnti þetta á Twitter í dag. „Ég trúlofaði mig í dag… sannarlega besti dagur lífs míns,“ skrifaði hún. Hinn heppni er milljarðamæringurinn og NY Observer útgefandinn Jared Kusher.

Sækir um skilnað við Amy Winehouse

Hinn 27 ára gamli eiginmaður Amy Winhehouse, Black Fielder-Civil, hefur farið fram á skilnað við söngkonuna óþægu. Ástæðan segir hann vera framhjáhald söngkonunnar. Hann segir óþolandi að búa með stúlkunni, sem er 25 ára að aldri.

Harry Potter stjarna dæmd fyrir kannabisræktun

Jamie Waylett, sem leikur Vincent Crabbe í Harry Potter myndunum, játaði fyrir dómstóli í London í dag að hafa ræktað maríjuana. Waylett var ákærður eftir að lögreglan fann átta poka af kannabis og hníf við leit í bíl sem hann var staddur í. Þegar efnin fundust í bílnum var leitað á heimili móður hans og fundust þá 10 kannabisplöntur. Hámarksrefsing við því að rækta kannabis í London er fjórtán ára fangelsi.

Hár Jacksons brennur - myndband

Michael Jackson varð fyrir því óláni árið 1984 að kveikja í hárinu á sér þegar hann var að leika í Pepsi-auglýsingu. Það vildi þannig til að reyksprengja sem notuð var í auglýsingunni sprakk of snemma með þeim afleiðingum að afrógreiðsla konungsins stóð í ljósum logum.

Innundir hjá pólitíkusum

Leyniþræðir um allt stjórnkerfið liggja til einhvers sérstæðasta og áhrifaríkasta félagsskapar Íslands. Hrútavinafélagið á Stokkseyri er tíu ára og fagnar því á Bryggjudögum á Stokkseyri um helgina.

Heljarinnar leit að Óliver

„Eggert Þorleifsson leikur Fagin. Já, Laddi lék hann á sínum tíma. Ég er ótrúlega ánægð með að fá Eggert í hlutverkið. Hef verið mikill aðdáandi hans frá fornri tíð. Að fá að leikstýra Dúdda úr Með allt á hreinu hlýtur að vera draumur sérhvers leikstjóra,“ segir Selma Björnsdóttir leikstjóri.

Melchior saman á ný

Hljómsveitin Melchior heldur útgáfutónleika á Kaffi Rosen­berg í kvöld til að fagna útgáfu þriðju hljómplötu sinnar. Þetta er í fyrsta sinn sem hljómsveitin kemur saman frá árinu 1978, en hún var stofnuð árið 1973.

Bókmenntahátíð í Dölunum

Bókmenntahátíðin Sumarljós verður haldin í Leifsbúð í Búðardal á laugardag, þann 18. júlí. Hátíðin er tileinkuð skáldinu Jóni Kalman Stefánssyni, en Dalirnir hafa löngum verið sögusviðið í bókum hans og mun hann sjálfur koma og segja söguna á bak við söguna; hvers vegna Dalirnir séu honum svo hugleiknir.

Sýnir leikrit á heimilum annarra

Ævar Þór Benediktsson leiklistarnemi setur upp einleikinn Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson í heimahúsum. Ekki sínu reyndar, heldur hjá velunnurum sínum.

Næststærst á fyrsta starfsári

„Það er ekki endilega markmiðið að verða stærsti útgefandinn, heldur að verða sá besti,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson einn eigenda Hljómplötuútgáfunnar Borgarinnar, sem er á fyrsta starfsári orðin næststærsta plötuútgáfa landsins.

Sumarhóparnir kveðja í kvöld

Uppskeruhátíð skapandi sumarhópa Hins hússins, Vængjasláttur, verður haldin hátíðleg í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld. Þar geta gestir séð brot af því sem hóparnir hafa verið að starfa við undanfarnar vikur.

Fullorðnast í mynd og utan

Hin langa bið eftir nýjustu Harry Potter-kvikmyndinni, Harry Potter and the Half Blood Prince, er loks á enda. Leikendur og aðdáendur virðast mjög meðvitaðir um að endirinn nálgast. Persónurnar alkunnu eru ekki þær einu sem fullorðnast í ár.

Í fótspor Pamelu

David Hasselhoff undirbýr nú breska útgáfu af hinum sígilda sjónvarpsþætti Strandvörðum.

Andlát Jacksons rannsakað sem morðmál

Slúðurvefsíðan TMZ, sem greindi fyrst frá andláti Michael Jackson, segir að lögreglan í Los Angeles rannsaki nú andlát konungsins sem morðmál. Dr. Conrad Murray, einkalæknir Jacksons liggur undir grun.

FH-ingar bjóða hælisleitendum á leikinn í kvöld

Stuðningsmaður FH fékk á dögunum þá hugmynd að bjóða hælisleitendum sem dveljast í Reykjanesbæ á knattspyrnuleik milli FH og Aktobe frá Kasakstan. Hann hafði samband við forráðamenn FH sem voru meira en fúsir til að bjóða hælisleitendunum á leikinn sem fram fer í kvöld og er í Meistaradeild Evrópu.

Stefnir á atvinnumannaferil í blönduðum bardagalistum

Hinn tvítugi Gunnar Nelson stefnir á atvinnumannaferil í blönduðum bardagalistum, einni blóðugustu íþrótt heims. Hann dreymir um að keppa í Bandaríkjunum en þar er lágmarksaldur keppenda 21 ár. Gunnar verður í viðtali Í Íslandi í dag

Hayden splæsti á stefnumóti

Hin nítján ára fegurðardís Hayden Panettiere er nú farin með samband sitt við hinn breska sjónvarpsmann Steven Jones á næsta stig, ef marka má erlenda slúðurmiðla.

Robert Redford í hnapphelduna

Hinn 72 ára gamli stórleikari, Robert Redford, er genginn í hnapphelduna. Hann játaðist konu sinni, hinni þýsku Sibylle Szaggars, í Hamborg um síðustu helgi, eftir því sem Hamburger Abendblatt greinir frá. Því fylgir sögunni að Redford sé ágætlega að sér í þýsku og því hafi athöfnin getað farið fram á þýsku.

Kurr Amiinu ómar í nýjustu mynd Moodyssons

Tónlist eftir hljómsveitina Amiinu hljómar víða í nýjustu kvikmynd Lukas Moodysson sem er nú í kvikmyndahúsum víða um heim. Myndin er fyrsta kvikmynd Moodysson á enskri tungu og fara þar stórstjörnur á borð við Michelle Williams og Gael Garcia Bernal með aðalhlutverk.

Sumargleði Kimi hefst

Sumargleði Kimi Records verður haldin í annað sinn nú í sumar. Hátíðin verður haldin í tveimur hlutum og hefst sá fyrri í dag á skemmtistaðnum Paddy's í Keflavík og endar sunnudaginn 19. júlí á Gamla bauk á Húsavík.

Sent með Fed-Ex frá Berlín

Þriðju útgáfu sjónritsins Rafskinnu, sem er fyrsta íslenska tímaritið sem gefið er út á mynddiski, verður fagnað með lítilli útihátíð í dag. Þemað í þetta sinn er í anda kreppunnar og gengur út á endurvinnslu og endurútgáfu.

Á lausu á ný

Söngkonan Jessica Simpson og kærasti hennar til tveggja ára, ruðningskappinn Tony Romo, hafa slitið sambandi sínu. Samkvæmt heimildarmanni á Tony að hafa hætt með söngkonunni kvöldið fyrir afmælið hennar.

Orsök dauða Jackson liggja fyrir á næstu dögum

Nákvæm orsök dauða Michaels Jackson munu liggja fyrir á næstu dögum þegar niðurstöður úr eiturefnaprófunum liggja fyrir. Aðstoðardánardómstjórinn Ed Winter segir að niðurstöður sumra prófa sem gerð voru á Jackson þegar liggja fyrir. Aðrar niðurstöður munu liggja fyrir í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu.

Bætti á sig fyrir brúðkaupið

„Ég bætti á mig sjö kílóum fyrir brúðkaupið mitt, þannig að ég held að ég sé eina manneskjan í heiminum sem sleppti af sér beislinu fyrir stóra daginn," segir Sandra Bullock og hlær í samtali við You tímaritið.

Sagan á bak við Grafík-ábreiðu Ourlives

„Þetta er einhver vinsælasta hljómsveitin á Íslandi. En það halda bara allir að þetta sé útlensk hljómsveit,“ segir Barði Jóhannsson. Hann hefur verið í stúdíóinu að undanförnu, sem oftar, og var nú síðast að vinna með hljómsveitinni Ourlives, sem skipuð er þeim Jóni Birni Árnasyni, Leifi Kristinssyni, Eiði Ágústi Kristjánssyni og Garðari Borþórssyni og svo tónlistarmanninum Togga.

Bitist um Guð blessi Ísland

„Það á náttúrulega enginn einkarétt á setningunni „Guð blessi Ísland“. En það er vandræðalegt að bæði verkin beri sama nafn,“ segir Símon Birgisson, leikskáld og listnemi.

Ný plötuútgáfa stelur senunni

Steinþór Helgi Arnsteinsson, Guðmundur Kristinn Jónsson, betur þekktur sem Kiddi úr Hjálmum og Baldvin Esra Einarsson hafa stofnað nýtt plötufyrirtæki sem ber nafnið Hljómplötuútgáfan Borgin.

Krían gerir Bolvíkinga rauðhærða

„Nei, hún er ekki að gera okkur gráhærð. Hún er að gera okkur rauðhærð. Hún heggur og þá rennur rautt,“ segir Halla Signý Kristjánsdóttir fjármálastjóri Bolungarvíkurkaupstaðar.

Kjóll Jóhönnu til sýnis

Eurovision-kjóll Jóhönnu Guðrúnar er til sýnis í Klæðskerahöllinni, Hringbraut 49, en kjólinn var saumaður þar.

Endalaus vinna

Ævintýramaðurinn og ferðafrömuðurinn Jón Heiðar Andrésson hefur með óþrjótandi dugnaði náð að byggja upp ferðaveldið Arctic Adventures sem býður upp á ýmsar skemmtilegar ævintýraferðir líkt og jöklaferðir, flúðasiglingar í Hvítá og köfun í gjánni Silfru.

Natalie Portman leikur í mynd um Þór

Star Wars stjarnan Natalie Portman hefur ákveðið að taka að sér hlutverk í mynd sem byggir á norræna guðnum Þór. Myndin fjallar um það þegar Þór er sendur til jarðarinnar og er gert að búa meðal manna.

Hópdans í Stokkhólmi til heiðurs Jackson

Mangnað myndskeið er að finna á netinu þar sem fjöldi fólks dansar á Sergels torgi í Stokkhólmi við lagið Beat it. Í sama myndskeiði má sjá sama hóp endurtaka leikinn á aðal lestarstöð borgarinnar.

Ganga til liðs við Desperate Housewives

Jeffrey Nordling og Beau Mirchoff hafa gengið til liðs við leikarateymið í Desperate Housewives. Í Hollywood Reporter kemur fram að parið muni leika hluta af fjölskyldu Drea De Matteo. Nordling mun leika faðirinn, Nick Vitale, en Mirchoff mun leika son hans. Nýlega var svo tilkynnt Andrea Bowen muni snúa aftur í þættina og leika Julie, dóttur Susan Mayer´s.

Michael Jackson var hommi

Michael Jackson átti nokkra samkynhneigða elskhuga. Þessu er haldið fram í nýútkominni bók sem ber heitið The Final years of Michael Jackson og er skrifuð af manni að Ian Helperin. Í bókinni er því haldið fram að bókstaflega allir í kringum konunginn hafi vitað af samkynhneigð hans. Þá er sagt að hann hafi átt til að laumast út á kvöldin, klæddur eins og kona, til að hitta elskhugana.

Íslendingur hannar útlit stórmyndar

Hvað eiga kvikmyndir á borð við Hrafninn flýgur og Hvíti víkingurinn sameiginlegt með stórmyndinni The Hurt Locker sem nú er til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum?

Breska krúnan verðlaunar Robert Plant

Robert Plant, liðsmaður hljómsveitarinnar Led Zeppelin, hlaut í gær heiðursviðurkenningu bresku krúnunnar fyrir framlag sitt til breskrar dægurmenningar. Karl Bretaprins afhenti tónlistarmanninum viðurkenninguna við hátíðlega athöfn í Konungshöllinni.

Sjá næstu 50 fréttir