Lífið

Næststærst á fyrsta starfsári

Sæl hjá borginni Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar eru spennt yfir nýrri útgáfu. Borgin var kynnt á blaðamannafundi í gær og Sigga tók lagið.
Fréttablaðið/Arnþór
Sæl hjá borginni Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar eru spennt yfir nýrri útgáfu. Borgin var kynnt á blaðamannafundi í gær og Sigga tók lagið. Fréttablaðið/Arnþór

„Það er ekki endilega markmiðið að verða stærsti útgefandinn, heldur að verða sá besti,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson einn eigenda Hljómplötuútgáfunnar Borgarinnar, sem er á fyrsta starfsári orðin næststærsta plötuútgáfa landsins.

Áður hefur verið sagt frá fyrir­hugaðri útgáfu á nýrri plötu Hjálma, tónleikaupptöku Megasar og Senuþjófanna, nýrri plötu Egils Sæbjörnssonar og Sólskininu í Dakota með Baggalúti.

Í gær var svo staðfest að Hjaltalín, Sigríður Thorlacius og Heiðurspiltar, Seabear og múm gefa einnig út hjá fyrirtækinu. Þá hafa Sprengjuhöllin, Bloodgroup, Ólafur Arnalds, Klassart og hip hop sveitin Fallegir menn öll gengið til liðs við útgáfuna. Loks er fyrirhuguð barnaplata frá þeim Braga Valdimar og Óttarri Proppé.

Flestir tónlistarmennirnir færa sig frá öðrum útgáfum. „Það er væntanlega af því að þeir vilja prófa nýtt og ég held að ég geti sagt að við verðum að bjóða sanngjarnari samninga fyrir alla aðila.“ Steinþór telur þar til aðgang að Hljóðrita og dreifingarkerfi Kimi Records.

Engin útrás er fyrirhuguð að svo stöddu, heldur innrás. „Borgin fer út á land,“ stingur Sigríður Torlacius upp á, eftir tillögu Sigurðar Guðmundssonar um endurvakningu flöskuballanna.

„Hvernig væri að byrja að „meika það“ hérna heima, í stað þess að „meika það“ í útlöndum?“ spyr Arnljótur Sigurðsson bassaleikari. Það vantar ekki hugmyndir hjá Borginni.

-kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.