Lífið

Bætti á sig fyrir brúðkaupið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sandra Bullock leikur í The Proposal.
Sandra Bullock leikur í The Proposal.
„Ég bætti á mig sjö kílóum fyrir brúðkaupið mitt, þannig að ég held að ég sé eina manneskjan í heiminum sem sleppti af sér beislinu fyrir stóra daginn," segir Sandra Bullock og hlær í samtali við You tímaritið.

Sandra giftist sjónvarpsstjörnunni Jesse James árið 2005 en áður hafði hún verið í tygjum við menn á borð við Matthew McConaughey og Ryan Gosling.

Ástæða tímaritsviðtalsins er að nýjasta mynd Söndru Bullock The Proposal er á leiðinni í kvikmyndahús hvarvetna um heiminn á næstu dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.