Lífið

Lukas vildi Amiinu

Vinsælar Amiina með Magnúsi Tryggvasyni Elíassen og Kippa Kanínus sem komu að smáskífunni Re minore með þeim.
Vinsælar Amiina með Magnúsi Tryggvasyni Elíassen og Kippa Kanínus sem komu að smáskífunni Re minore með þeim.

Hljómsveitin Amiina heldur áfram að vekja athygli utan landsteinanna. Sænski leikstjórinn Lukas Moodysson, sem til dæmis er þekktur fyrir myndirnar Lilja 4ever og Tilsammans, fór á stúfana við stelpurnar og fékk að nota tvö lög af plötunni Kurr í nýjustu mynd sína Mammoth. Þá hafa tónlistarmenn á borð við Danny Elfman sýnt áhuga á samstarfi við stelpurnar.

Myndin er sú fyrsta á ensku frá Moodysson og er sýnd víða um heim um þessar mundir. Aðalleikarar eru Gael Garcia Bernal og Michelle Williams. Meðal annarra tónlistarmanna sem eiga lög í myndinni eru Ladytron og Cat Power. Myndin var tilnefnd til Gullbjarnarins í Berlín 2009.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.