Lífið

Sumargleði Kimi hefst

Fm Belfast Hljómsveitin FM Belfast er ein þeirra sem mun skemmta landsmönnum í sumar á vegum Kimi Records.
Fm Belfast Hljómsveitin FM Belfast er ein þeirra sem mun skemmta landsmönnum í sumar á vegum Kimi Records.

Sumargleði Kimi Records verður haldin í annað sinn nú í sumar. Hátíðin verður haldin í tveimur hlutum og hefst sá fyrri í dag á skemmtistaðnum Paddy's í Keflavík og endar sunnudaginn 19. júlí á Gamla bauk á Húsavík.

Hljómsveitirnar Sudden Weather Change, Reykjavík! og Swords of Chaos munu skemmta landsmönnum í fyrri hlutanum en í þeim seinni, sem hefst þann 22. júlí, verða það hljómsveitirnar FM Belfast, Sudden Weather Change, Skakka-manage og Miri. Allir tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20.00 með léttum „pop-quiz"-spurningaleik.

Miðaverð er 1.500 krónur.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.