Fleiri fréttir

Óljóst hver fær forræði yfir börnunum

Óljóst er hver fær forræði yfir þremur börnum Michael Jacksons en móðir hans og barnsmóðir óskuðu eftir því í gær að málsferðinni yrði frestað. Dómari varð við þeirri beiðni og verður málið tekið fyrir eftir helgi.

Jackman og Craig saman á sviði

Stórstjörnurnar Daniel Craig og Hugh Jackman hafa ákveðið að taka þátt í leiksýningu á Broadway sem fjallar um tvo lögreglumenn í Chicago.

Bíllinn besti staðurinn fyrir þjófa að mati lögreglu

„Þetta er Macbook Pro. Öll tónlistin mín er í henni og hún nýtist engum öðrum en mér. Svo er hún líka læst þannig að þeir komast ekkert inní hana,“ segir Jón Atli Jónsson, plötusnúður og tónlistarmaður.

Jón Ólafs á slóðum Villa í Lúxemborg

„Ég var þarna fyrir tveimur vikum, drakk í mig umhverfið og stemninguna, svona þrjátíu til fjörutíu árum seinna,“ segir Jón Ólafsson, tónlistarmaður með meiru. Hann var nýverið í smáríkinu Lúxemborg, á slóðum Vilhjálms Vilhjálmssonar, einhvers ástsælasta söngvara íslensku þjóðarinnar.

Framhaldslíf á kreppumarkaði

„Við opnuðum í október í fyrra og ætluðum þá bara að reka þetta í stuttan tíma, ég var atvinnulaus og vildi finna mér eitthvað að gera. Svo hefur þetta bara gengið svona glimrandi vel og við erum enn að,“ segir Helga Dís Gísladóttir, sem rekur Kreppumarkaðinn í Vestmannaeyjum ásamt Guðrúnu Steinunni Guðmundsdóttur.

Fíflaveislan Gay Pride og nekt

„Þetta byrjaði á því að nokkrir krakkar í MH nenntu ekki að vera í leikfélaginu, vildu heldur stofna sitt eigið, sem mér fannst ógeðslega mikið brill. Þau hringdu í mig og báðu mig um að vera sér innan handar,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson nemandi við fræði og framkvæmd um leikhópinn Maddý.

Antídóp-Svavar klár í slaginn

Svavar Sigurðsson, einarður baráttumaður gegn eitur­lyfjadjöflinum um árabil, beinir nú sjónum sínum að fjárhagsvanda landsins. Og er þess albúinn að taka við af stjórnvöldum – sem eru við uppgjöf að hans mati.

Deyja margoft á dag

Hreyfiþróunarsamsteypan vinnur nú að nýju dansverki fyrir Reykjavík Dansfestival í Djassballettskóla Báru. Seinasta verk þeirra, DJ Hamingja, var tilnefnt til Grímunnar. Nýja verkið heitir Shake Me, eða Hristu mig og hlaut styrk frá Prologos-leikritunarsjóðnum. Víkingur Kristjánsson og Hannes Óli Ágústsson aðstoða þær við verkið.

Jackson-aðdáendur vilja hjálpa Palla

Eins og kom fram í fjölmiðlum nýverið blæs Páll Óskar Hjálmtýsson til mikillar Michael Jackson-veislu á Nasa í kvöld þar sem hann tekur mörg af þekktustu lögum poppguðsins ásamt Jagúar og þeim Seth Sharp og Alan Jones. Þá mun Yasmine Olsen ásamt fríðum flokki dansara endurskapa bæði Thriller og Smooth Criminal og Páll mun síðan þeyta Jackson-skífum alla nóttina. Allur ágóði tónleikanna rennur til Barnaspítala Hringsins en bæði tónlistarmenn og tæknimenn gefa vinnu sína.

Keppa fyrir hönd Íslands

Keppnismyndir Nordisk Panorama hafa verið tilnefndar. Fyrir hönd Íslands keppir Draumalandið í flokknum besta heimildarmyndin. Um bestu stuttmyndina keppa Epik feil eftir Ragnar Agnarsson, Álagablettir eftir Unu Lorenzen og Sugarcube eftir Söru Gunnarsdóttur. Þá keppir lokaverkefni Rúnars Rúnarssonar, Anna, fyrir hönd Danmerkur.

Rokkað fram á nótt

Sérstakt rokkabilly-kvöld verður haldið á skemmtistaðnum Q-bar í Ingólfsstræti í kvöld. Hljómsveitin Langi Seli og skuggarnir munu leika lifandi tónlist fyrir gesti og því næst mun plötusnúðurinn Curver þeyta skífum langt inn í nóttina. Rósa Birgitta Ísfeld söngkona er skipuleggjandi kvöldsins og hvetur fólk eindregið til að mæta uppstrílað í anda rokkabilly-tískunnar til að skapa stemningu. „Strákarnir eiga að mæta gelaðir í gallabuxum og stelpurnar í pilsum og með túberað hár í anda Grease,“ segir hún.

Japönsk sýn á íslenskt landslag

Bók sem inniheldur íslenskar landslagsmyndir eftir japanska ljósmyndarann Ariko er nú fáanleg í bókabúðum hér á landi. Ariko, sem er mjög eftirsóttur ljósmyndari í heimalandi sínu og hefur unnið fyrir tímarit á borð við ID Magazine, er stödd hér á landi þess dagana við tökur á japönsku tónlistarmyndbandi.

Verðlaunahöfundi hótað á Facebook

„Ef það eru sautján þúsund gæsir þá eru alltaf tuttugu sem eru leiðinlegar. Sama á við um stigagang í blokk, það eru alltaf einhverjar nornir þar sem eru reiðubúnar að brýna klærnar. Facebook er engin undantekning frá þessum reglum," segir rithöfundurinn Vigdís Grímsdóttir.

Skiptir um nafn

Páll Gunnar Ragnarsson, eigandi skemmtistaðarins London/Reykjavík, hefur ákveðið að breyta nafni hans í Club 101. Páll Gunnar segist ekki vilja láta bendla sig við Breta á nokkurn hátt og er það vegna IceSave-samninganna sem hafa verið svo mikið til umræðu undan­farið. „Við viljum ekki tengjast neinu sem enskt er í mótmælaskyni við IceSave-samningana. Mér fannst óréttlátt af Bretum að leggja á okkur hryðjuverkalög og fannst þeir fara offari í þessu öllu,“ segir Páll Gunnar. Aðspurður segir hann óvíst hvort þessar mótmælaaðgerðir muni hafa einhver áhrif, þetta sé fyrst og fremst spurning um samstöðu.

Sagan endalausa af Jackson

Óvinnandi vegur er að fara yfir allar fréttir sem tengjast með einum eða öðrum hætti andláti Michaels Jackson. En þó er rétt að tæpa á þeim helstu fyrir eldheita aðdáendur poppguðsins.

Megas í sólskinsskapi í Hljómskálagarði

Megas og Senuþjófarnir verða aðalnúmer útitónleika sem FTT stendur fyrir í Hljómskálagarðinum í dag en tónleikarnir eru hluti af Íslensku tónlistarsumri 2009 í Björtu Reykjavík. Að sögn Jakobs Frímanns, formanns FTT, er öllum borgarbúum boðið til garðveislu. „Snúa vörn í sókn og efla alla dáð. Í fyrra voru vel heppnaðir tónleikar Mezzo­forte og nú eru það Megas og Senuþjófarnir. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 við styttu Jónasar,“ segir Jakob. Aðgangur ókeypis.

Listaverkin sem þjóðin á - kannski

Þjóðin á verkin en spurt er hvort þjóðin þurfi að greiða fyrir þau dýrum dómum án þess að hafa nokkru sinni fengið greitt fyrir þau þegar þau gleymdust við einkavæðingu bankanna.

Helgi Björns næstum fimmtugur í Valhöll

„Hvað verð ég gamall? Ehhh, 49 ára. Ég er reyndar búinn að vera það í nokkur ár. Ég ætla að vera það áfram. Þetta er ágætur aldur," segir Helgi Björnsson sem á afmæli í dag og heldur upp á það með tónleikum í Valhöll.

Björk frumsýnir Voltaic í dag

Frumsýning á Voltaic, upptöku af hljómleikum Bjarkar í París og á Íslandi sem sýndir eru í fullum hljóðgæðum í Háskólabíói, er í dag. Um leið er fagnað útgáfu Voltaic, safni með tónleikunum, „live“ hljóðupptöku, endurhljóðblöndunum og myndböndum.

Gangur á silfurgel-drengjum

„Þetta gengur mjög vel, salan er alveg í samræmi við það sem við mátti búast. Við erum reyndar mjög bjartsýnir menn og því er þetta bara mjög gott,“ segir Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmaður í handbolta og hárgelsfrömuður.

Moore segir ástarsögu

Kvikmyndagerðarmaðurinn Michael Moore hefur gefið væntanlegri kvikmynd sinni yfirskrift í samræmi við innihald hennar. Í myndinni fer Moore yfir fjármál fyrirtækja og efnahagsástandið í heiminum og fannst honum viðeigandi að kalla myndina Capitalism: A Love Story, sem gæti útlagst á íslensku sem Ástarsaga um markaðshyggju.

Evróputúr framundan hjá BMV

„Þetta myndband var tekið upp í einni töku," svarar Brynjar Már eða BMV aðspurður um gerð myndbandsins við nýja lagið hans Santeria. „Það var aldrei klippt og er því svolítið sér á báti hvað varðar tónlistarmyndbönd. Atriðið var æft eins og í leikhúsi því það var ekkert sem hægt var að gera aftur. Engin klipping og aldrei hreyfður ramminn." Hvað ertu að bralla þessa dagana? „Nú stendur yfir afmælishringferðin um landið sem hefur gengið umfram óskum með Zúúber grúbbunni og Zúúber á sviði. Næsti áfangastaður er Akureyri," svarar Brynjar Már og heldur áfram: „Síðan er Santeria að koma út á plötu sem heitir Sumarstjörnur á næstu dögum en það verða útgáfutónleikar fyrir utan N1 við Hringbraut í kjölfarið á útgáfu plötunnar. Síðan er ég að koma fram á Austurvelli á morgun fyrir Jafningjafræðsluna." Sjá myndbandið hér.

Kynntust á Kringlukránni

„Ég kynntist henni á Kringlukránni. Hún er búin að vera að syngja voðalega mikið í kórum og fyrir þá sem minna mega sín. Mér finnst hún syngja rosalega vel," svarar Gylfi Ægisson aðspurður um Jóhönnu Magnúsdóttur sem mun fylgja honum næstu mánuði og skemmta. „Ég tek lögin mín og hún syngur gömul lög sem allir þekkja," segir Gylfi. Gylfi Ægisson verður með tónleika á kaffi Duus í Keflavík annaðkvöld, föstudag, klukkan 21:00, ásamt Jóhönnu.

Hvað með hanskann Michael? - myndband

31,1 milljónir manna fylgdust með minningarathöfn Michael Jackson á þriðjudaginn. Meðfylgjandi má sjá vinkonu Michael, leikkonuna Brooke Shields, rifja upp kynni þeirra. „Hvað með hanskann?" spurði hún Michael þegar hann tók upp á því að ganga með einn hvítan hanska.

Laddi laminn í klessu

„Ja, sko, ef maður ætti frí, til dæmis á sunnudaginn, þá kæmist ég ekkert í golf enda allur blár og marinn og með brákað rifbrein,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann fékk að finna fyrir höggþunga mótleikara síns, Stefáns Halls Stefánssonar, þegar verið var að taka upp slagsmálaatriði fyrir kvikmyndina Jóhannes í Kaldársseli, rétt fyrir utan Hafnarfjörð, á mánudaginn.

Ólafur Ragnar færir FM-hnökkum kínverskan mat

Tökur kvikmyndarinnar Bjarnfreðarson standa nú yfir og í gær mátti sjá tökulið festa það á filmu þegar Ólafur Ragnar kemur færandi hendi – með kína-mat fyrir hetjurnar sínar FM-hnakkana.

Anita aðalstjarnan á nördahátíð í San Diego

Íslenska leikkonan Anita Briem verður ein af aðalstjörnum alþjóðlegu myndasöguhátíðarinnar sem haldin hefur verið í San Diego síðastliðin fjörutíu ár. Hátíðin, sem heitir San Diego Comic Con International, er ein sú allra stærsta í myndasöguheiminum en hana sóttu yfir 120 þúsund manns í fyrra sem þá var met en aðstandendur ráðstefnunnar vonast til að slá það í ár enda hafa myndasögur sjaldan eða aldrei verið jafn vinsælar.

Kastljós kallað út úr sumarfríi

„Já, sumarfríið stóð í einn dag. Þá varð ég viðþolslaus. Neinei, ég var búinn að ákveða að vera með mannskapinn til taks ef eitthvað kemur upp. Þannig að fólk er ekki alveg laust við okkur,“ segir Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri og ritstjóri Kastljóss Ríkissjónvarpsins.

Leaves spila á Nasa

Útgáfutónleikar Leav-es verða á Nasa í kvöld. Plata sveitarinnar We Are Shadows hefur fengið góða dóma hvarvetna en hún kom út 11. maí síðastliðinn.

Hræddur við aðdáendurna

Breski leikarinn Robert Pattison er víst búinn að fá sig fullsaddan af ágangi aðdáenda í New York. Pattison, sem sló í gegn sem vampíran Edward Cullen í kvikmyndinni Twilight, er hundeltur af kvenkyns aðdáendum sínum hvert sem hann fer.

Skriður kominn á Baywatch-myndina

Svo virðist sem nýjasta tískan í Hollywood séu kvikmyndir og sjónvarpsþættir frá níunda áratugnum. Nýlega var tilkynnt að gera ætti kvikmynd eftir sjónvarpsþáttunum The A-Team og í vikunni varð ljóst að lögregluhetjan T.J. Hooker myndi rata á hvíta tjaldið.

Úr leiklist í pólitík

Kal Penn, sem fór með hlutverk læknanemans Lawrence Kutner í þáttunum um House, hefur ákveðið að segja skilið við leiklistina og snúa sér að stjórnmálum. Búið er að skrifa persónuna Lawrence Kutner út úr þáttunum svo að Penn geti einbeitt sér að pólitíkinni. Penn, sem réttu nafni heitir Kalpen Modi, mun sitja í menningarráði Obama-stjórnarinnar í Washington.

Konur að taka yfir Mýrarboltamótið

„Við erum komnir með lið frá Kanada og svo hafa pólskir túristar boðað komu sína. Við erum í þeirra augum orðið eitthvert gósenland þar sem allt er nánast gefins,“ segir Jóhann Bæring Gunnarsson, drullusokkur hins árlega Mýrarboltamóts sem haldið er á Ísafirði um verslunarmannahelgina.

Clooney orðaður við Jack Ryan

Samkvæmt vef kvikmyndatímaritsins Empire er George Clooney sagður vera áhugasamur um að taka að sér hlutverk leyniþjónustumannsins Jack Ryan. Ryan þessi er þekktasta persóna bandaríska rithöfundarins Tom Clancy og hefur svo sem áður birst á hvíta tjaldinu í líki Alecs Baldwin, Harrisons Ford og nú síðast Bens Affleck í Sum of All Fears.

Gogoyoko komin í gagnið

Tónlistarverslunin og netsamfélagið gokoyoko.com er komið í gagnið. Til að byrja með sitja Íslendingar einir að síðunni, en fleiri lönd fylgja brátt í kjölfarið.

Brjálæðið í kringum Brüno

Grín og gaman fékk algjörlega nýja ásjónu með kvikmyndinni Borat þar sem Sacha Baron Cohen brá sér í líki sjónvarpsmannsins frá Kasakstan. Sacha Baron er mættur aftur en nú sem austurríska tískugúrúið Brüno. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum um helgina.

Klárlega markaður fyrir Sumar á Íslandi

„Lagið frá Buffinu heitir Prinsessan mín og er fyrsta lagið sem sveitin sendir frá sér sem er ekki eftir neinn meðlim sveitarinnar," svarar Hannes Friðbjarnarson meðlimur Buff aðspurður út í þeirra framlag á nýrri safnplötu sem ber heitið „Sumar á Íslandi," með vinsælustu hljómsveitum landsins. „Lagið er eftir Dr.Gunna og kom það til þannig að Doktorinn hreinlega bað okkur um að taka lag eftir sig, fyrir rúmu ári síðan, þá var staðan hjá okkur þannig að við vorum í óðaönn að klára plötuna okkar sem kom út fyrir síðustu jól, og fannst eins og við gætum ekki einbeitt okkur að þessu lagi. En vildum þó fá að halda í það, sem var ekkert mál. Svo á þessu ári þegar við vorum að spá í nýjum lögum þá var þetta lag mjög ofarlega á lista. Það er hresst og skemmtilegt og við náðum allir að tengja mjög vel við það. Svo hefur það blundað þengi hjá okkur að gera lag með miklum hljómborðum og hárri kúabjöllu svo þetta varð útkoman. Dr.Gunni kann að búa til hressandi lög og við settum okkar stíl á það, sem er greinilega að virka því það er búið að vera mjög vinsælt í sumar og fólk tekur vel við sér á böllum þegar það er spilað," segir Hannes. Klárlega markaður fyrir svona plötur „Það er klárlega markaður fyrir svona plötur á íslandi. Þarna er að finna vinsælustu lögin í dag í bæði popp og rokkdeildinni. Þessi lög hafa ekki komið út á geisladiski áður svo að við erum bjartsýnir," segir Jón Þór Eyþórsson hjá útgáfufyrirtækinu Senu sem getur út plötuna. „ Þetta er mjög blönduð plata svo að hún er fyrir alla. Rennur ljúflega í gegn," segir Jón Þór að lokum.

Hríseyjarsund á koppinn

„Frábært framtak. Vonandi komið til að vera. Ég stökk strax til þegar spurt var hvort ég vildi vera með. Þó ég sé að vinna um helgina. Þarf bara að redda mér flugi norður, synda og svo til baka aftur," segir Benedikt Hjartarson bakari og sjósundskappi.

Eyfi ekki raðmorðinginn í Suður-Karólínu

„Ég hef verið víða í Bandaríkjunum en ekki komið til Karólínu. Ég þekki konu sem heitir Karólína en hún býr í Hafnarfirði," segir Eyjólfur Kristjánsson tónlistarmaður - Eyfi.

Dánarvottorð Jacksons birt

Þeir aðdáendur sem borið hafa þá von í brjósti að Michael Jackson sé á lífi gætu hafa misst vonina þar sem dánarvottorð konungsins hefur verið gert opinbert.

Bræddi heimsbyggðina á minningarathöfn - myndband

Paris-Michael Katherine Jackson, dóttir poppkonungsins Michael Jackson kallaði fram tár heimsbyggðarinnar þegar hún ávarpaði fjöldann á minngarathöfn sem fram fór í Staples Center í Los Angeles fyrr í kvöld. Þegar Marlon Jackson, bróðir Michael hafði lokið máli sínu og var við það að slíta athöfninni steig dóttirin fram og bað um að fá að ávarpa fjöldann.

Vörurnar rjúka út jafnóðum og þær koma

Umboðssalan sem Geir Sveinsson hleypti af stokkunum ásamt nokkrum félögum sínum hefur heldur betur slegið í gegn. Fréttastofa hafði spurnir af því að vörurnar rykju út jafnóðum og þær kæmu.

Geta séð Björk í sturtu í Vesturbæjarlaug

Óvíst er hvort fjallagarpurinn, blaðamaðurinn og rithöfundurinn Páll Ásgeir Ásgeirsson myndi skrifa fyrir Íslendinga það sem hann lætur eftir sér í texta ætluðum erlendum túristum í bókinni The Real Iceland sem er nýútkomin.

Fagnar frekar en að syrgja MJ

Páll Óskar Hjálmtýsson ætlar að fagna lífi og list Michaels Jackson á Nasa á laugardagskvöld. Til þess hefur hann fengið með sér hljómsveitina Jagúar, Alan Jones og Seth Sharp auk Yesmine og danshóps hennar. Allur ágóði kvöldsins rennur til Barnaspítala Hringsins, en miðaverð er 2.000 krónur.

Bubbi opnar Gay Pride í ár

„Ég ætla að syngja um hommann sem býr í öllum karlmönnum. Verið kræfur til kvenna? Jájá, en það gerir að verkum að maður skilur hommana. Neinei, ef við hættum að fíflast þá snýst þetta um að gangast við mennskunni í sjálfum sér og sjá tærleikann í vatninu,“ segir Bubbi Morthens.

Sjá næstu 50 fréttir