Lífið

Robert Redford í hnapphelduna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Robert Redford er genginn í hnapphelduna á ný.
Robert Redford er genginn í hnapphelduna á ný.
Hinn 72 ára gamli stórleikari, Robert Redford, er genginn í hnapphelduna á ný. Hann játaðist konu sinni, hinni þýsku Sibylle Szaggars, í Hamborg um síðustu helgi, eftir því sem Hamburger Abendblatt greinir frá. Því fylgir sögunni að Redford er ágætlega að sér í þýsku og því hafi athöfnin getað farið fram á þýsku. Hin heppna Szaggars er 21 ári yngri en Redford.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.