Lífið

Sent með Fed-Ex frá Berlín

Kreppurit Rafskinna verður í ár í anda kreppunnar og mun innihalda mikið af endurunnu efni. Fréttablaðið/vilhelm
Kreppurit Rafskinna verður í ár í anda kreppunnar og mun innihalda mikið af endurunnu efni. Fréttablaðið/vilhelm

Þriðju útgáfu sjónritsins Rafskinnu, sem er fyrsta íslenska tímaritið sem gefið er út á mynddiski, verður fagnað með lítilli útihátíð í dag. Þemað í þetta sinn er í anda kreppunnar og gengur út á endurvinnslu og endurútgáfu.

Á mynddisknum má meðal annars finna heimildarmyndir, stuttmyndir, tónlistarmyndbönd eftir íslenska og erlenda listamenn auk ritaðs efnis. Sigurður Magnús Finnsson, einn aðstandenda ritsins, segir ritstjórnina standa í ströngu fyrir útgáfuna.

„Diskarnir voru sendir frá Berlín í gær með Fed-Ex og nú eru menn að leggja lokahönd á að púsla þessu öllu saman.“

Hann segir að hefð hafi skapast fyrir því að halda útgáfuteiti ritsins undir berum himni og helst það óbreytt í ár.

„Síðustu tvö ár höfum við haldið partý í gamla Sirkúsportinu, en nú er það í einhverju limbói vegna staðarins sem á kannski að opna þar. Í staðinn verður veislan haldin í nýuppgerðum Klapparstígsreit, á milli Hverfisgötu og Laugavegar,“ segir Sigurður Magnús.

Hljómsveitin Retró Stefson mun leika endurgerða tónlist fyrir gesti og DJ Árni Sveins mun þeyta skífum auk þess sem gestum býðst að kaupa eintak af Rafskinnu á sérstökum útgáfuprís í tilefni dagsins. Hátíðarhöldin hefjast stundvíslega klukkan 17.00. - sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.