Lífið

Sagan á bak við Grafík-ábreiðu Ourlives

toggi og ourlives Toggi þarna bundinn við sjálfan sig en sagan á bak við lagið sem þeir voru að senda frá sér er sérstök.
toggi og ourlives Toggi þarna bundinn við sjálfan sig en sagan á bak við lagið sem þeir voru að senda frá sér er sérstök.

„Þetta er einhver vinsælasta hljómsveitin á Íslandi. En það halda bara allir að þetta sé útlensk hljómsveit,“ segir Barði Jóhannsson. Hann hefur verið í stúdíóinu að undanförnu, sem oftar, og var nú síðast að vinna með hljómsveitinni Ourlives, sem skipuð er þeim Jóni Birni Árnasyni, Leifi Kristinssyni, Eiði Ágústi Kristjánssyni og Garðari Borþórssyni og svo tónlistarmanninum Togga.

Þeir voru að taka upp afslappaða útgáfu af gömlu en klassísku lagi úr ranni hljómsveitarinnar Grafík – „Þúsund sinnum segðu já“.

„Ástæða samstarfsins er sameiginleg hrifning á hljómsveitinni Grafík og hugmyndin er sú að beina fólki í áttina að þessum gömlu perlum,“ segir Barði. Og segir að lagavalið eigi sér sérkennilega sögu.

Togga áskotnaðist vínyl-plata með Grafík sem hann svo seldi Safnarabúðinni af illri nauðsyn sökum bágrar fjárhagsstöðu. Jón Björn, eða Bjössi eins og hann er jafnan kallaður, keypti þetta eintak. Nú er lagið, í útgáfu þeirra Ourlives og Togga, tekið að hljóma á öldum ljósvakans.

Ourlives hefur sent frá sér tvær smáskífur, lögin Out of Place og Núna, en fyrsta breiðskífan er væntanleg í haust. Fram til þessa hefur Ourlives aðallega verið að geta sér gott orð í útlandinu, til dæmis Englandi, en nú eru Íslendingar að taka við sér og þeir farnir að telja sig spámenn í eigin föðurlandi.- jbg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.