Fullorðnast í mynd og utan 16. júlí 2009 00:45 Vaxa úr grasi Grint, Watson og Radcliffe huga að framtíðinni eftir Hogwarts. nordicphotos/afp Hin langa bið eftir nýjustu Harry Potter-kvikmyndinni, Harry Potter and the Half Blood Prince, er loks á enda. Leikendur og aðdáendur virðast mjög meðvitaðir um að endirinn nálgast. Persónurnar alkunnu eru ekki þær einu sem fullorðnast í ár. Michael Gambon, sem leikur Albus Dumbledore, er orðinn það gamall hundur að erfitt er að kenna honum að sitja. Nýlega vöktu orð hans í viðtali við Los Angeles Times furðu, en þar segist hann aldrei hafa lesið bækur J.K. Rowling. Hann sér engan tilgang með því að lesa þær, þar sem handrit Steves Klove sé það eina sem verður leikið fyrir framan vélarnar. „Maður yrði leiður yfir öllum atriðunum sem eru í bókunum en eru ekki í myndunum,“ segir Gambon og bendir á að Alan Rickman og Ralph Fiennes hafi heldur ekki lesið staf. En á meðan öldungurinn virðist fastur í sínum hefðum þá er þríeykið fræga á krossgötum. Harry Potter er ekki einn um að þurfa að venjast því að vera „hinn útvaldi“. Radcliffe heldur sér fjarri rauða dreglinum eins og hann getur, en laumast með derhúfu í bíó með vinum sínum á kvöldin. Þá á stjarnan unga fullt í fangi með að aðskilja sig frá persónunni. „Ég vil meina að ég hafi ekki orðið fyrir of miklum áhrifum af Harry við það að leika hann þetta lengi. Mér finnst frábært að þetta sé hluti af lífi mínu, en þetta er ekki mitt líf. Það er gott að vera kallaður Dan.“ Samband Emmu Watson við J.K. Rowling ber vott um hennar þroska, en þær stöllur eru í stöðugu tölvupósts-sambandi. Þá er Watson nýtt andlit haustlínu tískurisans Burberry. Litlir hlutir gleðja hana þó enn og leikkonan virðist alsæl með fyrsta ökuskírteinið sitt í viðtali við Los Angeles Times. „Sminkan mín gaf mér lyktareyði í bílinn, það er frekar svalt.“ Rupert Grint er sá eini sem virðist ekki tilbúinn að yfirgefa Hogwarts. „Ég var að spá í hvernig það verður þegar við erum búin, eftir að seinasta myndin klárast. Ég veit ekki hvað ég geri. Ég mun sakna þessa, þetta hefur verið líf mitt mjög lengi.“ Þar geta aðdáendur verið sammála honum. En þangað til er um að gera að njóta. kbs@frettabladid.is Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Hin langa bið eftir nýjustu Harry Potter-kvikmyndinni, Harry Potter and the Half Blood Prince, er loks á enda. Leikendur og aðdáendur virðast mjög meðvitaðir um að endirinn nálgast. Persónurnar alkunnu eru ekki þær einu sem fullorðnast í ár. Michael Gambon, sem leikur Albus Dumbledore, er orðinn það gamall hundur að erfitt er að kenna honum að sitja. Nýlega vöktu orð hans í viðtali við Los Angeles Times furðu, en þar segist hann aldrei hafa lesið bækur J.K. Rowling. Hann sér engan tilgang með því að lesa þær, þar sem handrit Steves Klove sé það eina sem verður leikið fyrir framan vélarnar. „Maður yrði leiður yfir öllum atriðunum sem eru í bókunum en eru ekki í myndunum,“ segir Gambon og bendir á að Alan Rickman og Ralph Fiennes hafi heldur ekki lesið staf. En á meðan öldungurinn virðist fastur í sínum hefðum þá er þríeykið fræga á krossgötum. Harry Potter er ekki einn um að þurfa að venjast því að vera „hinn útvaldi“. Radcliffe heldur sér fjarri rauða dreglinum eins og hann getur, en laumast með derhúfu í bíó með vinum sínum á kvöldin. Þá á stjarnan unga fullt í fangi með að aðskilja sig frá persónunni. „Ég vil meina að ég hafi ekki orðið fyrir of miklum áhrifum af Harry við það að leika hann þetta lengi. Mér finnst frábært að þetta sé hluti af lífi mínu, en þetta er ekki mitt líf. Það er gott að vera kallaður Dan.“ Samband Emmu Watson við J.K. Rowling ber vott um hennar þroska, en þær stöllur eru í stöðugu tölvupósts-sambandi. Þá er Watson nýtt andlit haustlínu tískurisans Burberry. Litlir hlutir gleðja hana þó enn og leikkonan virðist alsæl með fyrsta ökuskírteinið sitt í viðtali við Los Angeles Times. „Sminkan mín gaf mér lyktareyði í bílinn, það er frekar svalt.“ Rupert Grint er sá eini sem virðist ekki tilbúinn að yfirgefa Hogwarts. „Ég var að spá í hvernig það verður þegar við erum búin, eftir að seinasta myndin klárast. Ég veit ekki hvað ég geri. Ég mun sakna þessa, þetta hefur verið líf mitt mjög lengi.“ Þar geta aðdáendur verið sammála honum. En þangað til er um að gera að njóta. kbs@frettabladid.is
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira