Nánast samhljóma ávarp gjörólíkra borgarstjóra 15. júlí 2009 03:30 sami ritstíll ólíks fólks Í öllum tilfellum er furðulegt þegar tveim mismunandi mönnum er eignaður sami textinn - og þegar í hlut eiga Hanna Birna og Ólafur F. verður það nánast absúrd. En líklega var það einhver embættismaður Reykjavíkurborgar sem ritaði pistilinn fyrir hönd þeirra og breytti einfaldlega um signatúr. „Þetta er eflaust eitthvað staðlað sem skrifstofa borgarstjóra hefur útbúið," segir Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri. Ólafur F. og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hafa í gegnum tíðina ekki verið á sömu blaðsíðunni í pólitíkinni og oft tekist grimmilega á um málefni Reykjavíkurborgar. En í Visitors Guide, veglegri handbók sem gefin er út árlega og ætluð er erlendum ferðamönnum, er að finna ávarp eða pistil frá borgarstjóra Reykjavíkur. Svo einkennilega vill til að ávarp Hönnu Birnu er nánast það sama og ávarp Ólafs var í fyrra. Bæði velja þau sömu fyrirsögnina: „Reykjavík - Be Inspired" og byrjunin er sú sama: „Think of the qualities of a great city - fun, space, clean air, nature, culture - and I feel that Reykjavik has them in spades." Glæsileg byrjun á pistli og magnað að þeim skyldi ekki einungis hafa dottið nákvæmlega hið sama í hug - heldur orðað það á sama hátt. Ólafur kannast reyndar ekki við að hafa skrifað pistil í Visitors Guide þó í orði kveðnu sé það hann sem ávarpar lesandann og kvittar undir pistilinn. En þetta kemur honum ekki á óvart. Hann segir starf borgarstjóra 26 tíma starf á sólarhring. Þetta hafi án efa verið erindi sem embættismenn borgarinnar hafi afgreitt borgarstjóra til undirritunar að morgni annasams vinnudags. Og hann ekki einu sinni náð að lesa það yfir. Því ekki komi til greina að þau hafi sameinast um texta í eitt stykki ávarp. „Ef þú heldur að til sé ólíkara fólk en við Hanna Birna þá skjöplast þér hrikalega. Ég hef komist að því að við erum af sitt hvoru sauðahúsinu." Ólafur gerir fastlega ráð fyrir því að ávarpið í Visitors Guide varði ekki póli-tíska stefnu. Það er Netið, markaðs- og rekstrarráðgjöf, sem gefur Visitors Guide út. Útgefandi og ritstjóri er Hákon Þór Sindrason. Hann segir ávörp borgarstjóranna ekki eins þó svo virðist í fyrstu. „Þegar við fengum þetta sent frá ráðhúsinu þá sýndist mér þetta vera sama ávarpið," segir Hákon Þór.jakob@frettabladid.is Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira
„Þetta er eflaust eitthvað staðlað sem skrifstofa borgarstjóra hefur útbúið," segir Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri. Ólafur F. og Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hafa í gegnum tíðina ekki verið á sömu blaðsíðunni í pólitíkinni og oft tekist grimmilega á um málefni Reykjavíkurborgar. En í Visitors Guide, veglegri handbók sem gefin er út árlega og ætluð er erlendum ferðamönnum, er að finna ávarp eða pistil frá borgarstjóra Reykjavíkur. Svo einkennilega vill til að ávarp Hönnu Birnu er nánast það sama og ávarp Ólafs var í fyrra. Bæði velja þau sömu fyrirsögnina: „Reykjavík - Be Inspired" og byrjunin er sú sama: „Think of the qualities of a great city - fun, space, clean air, nature, culture - and I feel that Reykjavik has them in spades." Glæsileg byrjun á pistli og magnað að þeim skyldi ekki einungis hafa dottið nákvæmlega hið sama í hug - heldur orðað það á sama hátt. Ólafur kannast reyndar ekki við að hafa skrifað pistil í Visitors Guide þó í orði kveðnu sé það hann sem ávarpar lesandann og kvittar undir pistilinn. En þetta kemur honum ekki á óvart. Hann segir starf borgarstjóra 26 tíma starf á sólarhring. Þetta hafi án efa verið erindi sem embættismenn borgarinnar hafi afgreitt borgarstjóra til undirritunar að morgni annasams vinnudags. Og hann ekki einu sinni náð að lesa það yfir. Því ekki komi til greina að þau hafi sameinast um texta í eitt stykki ávarp. „Ef þú heldur að til sé ólíkara fólk en við Hanna Birna þá skjöplast þér hrikalega. Ég hef komist að því að við erum af sitt hvoru sauðahúsinu." Ólafur gerir fastlega ráð fyrir því að ávarpið í Visitors Guide varði ekki póli-tíska stefnu. Það er Netið, markaðs- og rekstrarráðgjöf, sem gefur Visitors Guide út. Útgefandi og ritstjóri er Hákon Þór Sindrason. Hann segir ávörp borgarstjóranna ekki eins þó svo virðist í fyrstu. „Þegar við fengum þetta sent frá ráðhúsinu þá sýndist mér þetta vera sama ávarpið," segir Hákon Þór.jakob@frettabladid.is
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira