Endalaus vinna 14. júlí 2009 02:00 Ævintýramaður og ferðafrömuður Jón Heiðar hefur unnið hörðum höndum að því að byggja upp Arctic Adventures sem sérhæfir sig í ævintýraferðum. Ævintýramaðurinn og ferðafrömuðurinn Jón Heiðar Andrésson hefur með óþrjótandi dugnaði náð að byggja upp ferðaveldið Arctic Adventures sem býður upp á ýmsar skemmtilegar ævintýraferðir líkt og jöklaferðir, flúðasiglingar í Hvítá og köfun í gjánni Silfru. „Ég byrjaði árið 1999 sem starfsmaður hjá Bátafólkinu. Árið 2005 kaupum ég og Torfi Yngvason, félagi minn, raftinghlutann úr fyrirtæki sem heitir Afþreyingarfélagið og sameinuðum það Artic Rafting. Ári síðar opnuðum við Cintamani-verslunina á Laugavegi og síðan þá hefur fyrirtækið haldið áfram að stækka hægt og rólega. En maður er líka að vinna í þessu allan sólarhringinn, alla daga ársins,“ segir Jón Heiðar. Fyrirtækið heldur áfram að stækka og nú rekur Jón Heiðar einnig farfuglaheimili á Laugavegi 28 í samstarfi við Nýlenduverslun Hemma og Valda. „Farfuglaheimilið er mjög hefðbundið í sniðum. Við erum með 95 rúm og þótt það sé ekki fullbókað hjá okkur allar nætur þá hefur reksturinn gengið mjög vel það sem af er sumri. Það hefur lengi vantað ódýra gistingu í miðbæinn og þetta er því mikil bót fyrir þá ferðamenn sem kjósa að ferðast ódýrt um landið.“ Að sögn Jóns Heiðars hefur fjöldi ferðamanna í ár haldist nokkuð óbreyttur miðað við fyrri ár. Hann segir að helst megi sjá mun í hvataferðum erlendra fyrirtækja, en slíkum hópum hefur fækkað nokkuð. Aðspurður um framtíðaráform sín segir Jón Heiðar að fyrirtækið hafi vaxið hratt síðustu ár og að nú sé kominn tími til að hægja á ferðinni og hlúa að því. „Nú er kominn tími til að einbeita sér að því sem maður á. Þetta hefur gengið vonum framar og það er að miklu leyti starfsfólkinu að þakka, þetta hefði líklega aldrei gengið ef þeirra nyti ekki við,“ segir Jón Heiðar að lokum. sara@frettabladid.is Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira
Ævintýramaðurinn og ferðafrömuðurinn Jón Heiðar Andrésson hefur með óþrjótandi dugnaði náð að byggja upp ferðaveldið Arctic Adventures sem býður upp á ýmsar skemmtilegar ævintýraferðir líkt og jöklaferðir, flúðasiglingar í Hvítá og köfun í gjánni Silfru. „Ég byrjaði árið 1999 sem starfsmaður hjá Bátafólkinu. Árið 2005 kaupum ég og Torfi Yngvason, félagi minn, raftinghlutann úr fyrirtæki sem heitir Afþreyingarfélagið og sameinuðum það Artic Rafting. Ári síðar opnuðum við Cintamani-verslunina á Laugavegi og síðan þá hefur fyrirtækið haldið áfram að stækka hægt og rólega. En maður er líka að vinna í þessu allan sólarhringinn, alla daga ársins,“ segir Jón Heiðar. Fyrirtækið heldur áfram að stækka og nú rekur Jón Heiðar einnig farfuglaheimili á Laugavegi 28 í samstarfi við Nýlenduverslun Hemma og Valda. „Farfuglaheimilið er mjög hefðbundið í sniðum. Við erum með 95 rúm og þótt það sé ekki fullbókað hjá okkur allar nætur þá hefur reksturinn gengið mjög vel það sem af er sumri. Það hefur lengi vantað ódýra gistingu í miðbæinn og þetta er því mikil bót fyrir þá ferðamenn sem kjósa að ferðast ódýrt um landið.“ Að sögn Jóns Heiðars hefur fjöldi ferðamanna í ár haldist nokkuð óbreyttur miðað við fyrri ár. Hann segir að helst megi sjá mun í hvataferðum erlendra fyrirtækja, en slíkum hópum hefur fækkað nokkuð. Aðspurður um framtíðaráform sín segir Jón Heiðar að fyrirtækið hafi vaxið hratt síðustu ár og að nú sé kominn tími til að hægja á ferðinni og hlúa að því. „Nú er kominn tími til að einbeita sér að því sem maður á. Þetta hefur gengið vonum framar og það er að miklu leyti starfsfólkinu að þakka, þetta hefði líklega aldrei gengið ef þeirra nyti ekki við,“ segir Jón Heiðar að lokum. sara@frettabladid.is
Mest lesið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lífið Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt Lífið Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Sjá meira