Lífið

Hætti við Barbie partí eftir sambandsslit

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Jessica og Tony þegar allt lék í lyndi.
Jessica og Tony þegar allt lék í lyndi.
Fjölkunnuga kynbomban Jessica Simpson og íþróttahetjan Tony Romo hættu saman nú fyrir helgi að kvöldi 29. afmælisdags Jessicu eftir tæplega tveggja ára samband.

Jessica hafði ætlað sér að halda stóra afmælisveislu í Barbie og Ken þema, en hætti við eftir sambandsslitin.

Á Twitter síðu sinni sagði Jessica: „Það varð ekkert af Barbie partíinu, en ég varð 29 ára og mér líður eins og ég sé í sjöunda himni öskrandi ÉG ELSKA AÐ ELDAST."

Á sunnudag sagði hún síðan á Twitter að vonin væri enn ekki sokkin, en vinir hennar segja að hún hafi ekki gefist upp á ástinni.

Bandarískir fjölmiðlar segja Jessicu vera miður sín, en hún hafði lýst því yfir að Tony væri ástin í lífi hennar. Það munu þó hafa verið komnir brestir í sambandið.

Ekki er enn ljóst hver hætti með hverjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.