Lífið

París fyrir rétt í næstu viku

Óli Tynes skrifar

París lék ef svo má að orði komast í stelpumyndinni Pledge This eða lofaðu þessu, árið 2006.

Framleiðendur myndarinnar saka stelpuna um að hafa ekki gert nóg til þess að kynna og auglýsa myndina.

Myndin kostaði sjö og hálfa milljón dollara framleiðslu en skilaði ekki nema tæpum þrem milljónum dollara í kassann.

Framleiðendurnir heimta yfir átta milljónir dollara í skaðabætur.

París heldur því fram að hún hafi auglýst myndina eins og hún framast gat og staðið fullkomlega við samninginn.

Hinsvegar hafi framleiðendurnir gert óraunhæfar kröfur um tíma hennar þegar dagbók hennar var þegar yfirfull.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.