Lífið

Íslendingur hannar útlit stórmyndar

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Úr kvikmyndinni The Hurt Locker.
Úr kvikmyndinni The Hurt Locker.
Hvað eiga kvikmyndir á borð við Hrafninn flýgur og Hvíti víkingurinn sameiginlegt með stórmyndinni The Hurt Locker sem nú er til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum?

Því er auðsvarað fyrir kunnuga, en Íslendingurinn Karl Júlíusson kom að gerð allra myndanna. Hann hefur hannað búninga fyrir fjölda íslenskra víkingamynda, og er útlitshönnuður The Hurt Locker.

Útlitshönnuður ber ábyrgð á heildarútliti kvikmyndar og er í aðalhlutverki við alla listræna stjórnun og útfærslu.

The Hurt Locker hefur hlotið góðar viðtökur gagnrýnenda og meðal annars verið hrósað fyrir raunverulegt og alvöruþrungið útlit.

Myndinni er leikstýrt af Kathryn Bigelow, en Karl hefur áður sinnt útlitshönnun fyrir myndir hennar, til dæmis við gerð kafbátamyndarinnar K19: The Widowmaker.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.