Fleiri fréttir

Enginn jólakvíði hjá Léttsveit Reykjavíkur

„Við syngjum jólalög fyrir gesti og reynum að smita fólk af jólagleði. Fólk tekur sér stund í skammdeginu til að slaka á og njóta lífsins," segir Jóhanna V. Þórhallsdóttir kórstjóri kvennakórsins Léttsveit Reykjavíkur sem heldur árlega jólatónleika í kvöld í Bústaðarkikju. „Besta ráð gegn jólakvíða er að vera í kór. Konurnar í kórnum eru 120 talsins," útskýrir Jóhanna.

„Fáðu þér erlent lán gamli minn ef þú höndlar smásveiflur"

Vísir hafði samband við Egil „Gillzenegger" Einarsson til að kanna hvernig hann hyggst takast á við erlendu lánin sem hvíla á bílunum hans, hljómsveitina Mercedes Club og fyrirtækið hans Fjarþjálfun.is sem er að slá í gegn á Íslandi. „Fáðu þér erlent lán gamli minn ef þú höndlar smásveiflur, sagði bílasallinn við mig," útskýrir Gillzenegger aðspurður um erlendu bílalánin sem hvíla á bílunum hans. „Smásveiflan varð aðeins meiri sveifla en það meikaði sens þá. Bílasalanum líður ekki vel. Hann sefur ekki vel núna," bætir Gillzenegger við.

„Ég hugsaði til Maríu og fjölskyldunnar"

Söngkonan Guðrún Gunnarsdóttir gefur út disk fyrir þessi jól sem ber heitið Umvafin Englum. Vísir hafði samband við Guðrúnu og byrjaði á að þakka henni fyrir fallegan flutning á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar þegar hún söng titillag nýju plötunnar til minningar um Rúnar Júlíusson. „Ég hugsaði til Maríu og fjölskyldunnar og minntist þess hversu yndislegur hann Rúnar var, ég söng bara til þeirra og allra annara sem þurfa á styrk að halda um þessar mundir," svarar Guðrún aðspurð hvernig henni tókst að halda lagi þegar hún söng umrætt lag.

Jóhanna kona ársins hjá Nýju lífi

Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, er kona ársins að mati tímaritsins Nýs lífs. Tilkynnt var um verðlaunin í Íslandi í dag rétt í þessu.

Kærleikurinn ræður ríkjum hjá Lindu P

Linda Pétursdóttir eigandi Baðhússins býður viðskiptavinum sínum að huga að sálinni með vikulegum fyrirlestrum sem haldnir verða fram að jólum. ,,Mér finnst alltaf svo gaman af góðum fyrirlestrum og þetta varð til á einhverjum fundinum hjá okkur Sævari bróður niður í vinnunni Baðhúsinu," svarar Linda aðspurð hvernig hugmyndin kviknaði.

Janet Jackson ólétt

Söngkonan Janet Jackson, 42 ára, viðurkennir í vikutímaritinu Life & Style að hún er ófrísk. „Já ég er ólétt," er haft eftir Janet. Hún segist líka óttast að verða mamma í fyrsta sinn. Að sögn ættingja er Janet í sjöunda himni yfir fréttunum. Á sama tíma þverneitar kærastinn hennar, Jermaine Dupri, að þau eigi von á erfingja í tímaritinu Us Weekly.

Angelina sögð ganga með tvíbura

Tímaritið Star heldur því fram að Angelina Jolie og Brad Pitt, sem eignuðust tvíburana Vivienne og Knox fyrr á árinu, eiga von á tvíburum á ný. Angelina og Brad eiga tvíburana og elsta drenginn Maddox, 6 ára, Pax, 4 ára, Zahara, 3 ára og Shiloh, 2 ára.

„Auðvitað syngjum við saman jólalögin," segir Ruth Reginalds

Vísir hafði samband við söngkonuna Ruth Reginalds sem varð landsþekkt þegar hún söng inn á fyrstu sólóplötuna sína, Simmsalabimm, aðeins níu ára gömul árið 1976. Ruth söng jólalögin „Jólasveinninn kemur" og „Ég sá mömmu kyssa jólasvein" sem hljóma á hverju ári í eyrum landsmanna í desember.

Stefán Karl með nokkur tilboð á borðinu

„Það eru nokkur tilboð sem liggja á borðinu. Ég er hins vegar ekkert að pæla í því núna. Ég fer bara yfir málin með umboðsmanni í janúar og við leggjum upp árið í sameiningu,“ segir Stefán Karl Stefánsson. Leikaranum hefur verið hrósað í hástert fyrir leik sinn í söngleiknum um Trölla sem nú er sýndur fyrir fullu húsi í Boston. Stefán sagðist ekki hafa hugmynd um hvort þetta væru áframhaldandi verk í leikhúsi eða jafnvel kvikmyndahlutverk frá Hollywood. „Umboðsmaðurinn vill ekkert segja mér og það er líka bara gott. Ég ætla bara að einbeita mér að þessu verkefni og klára það með stæl.“

Eyfi selur grimmt

„Ég er rosalega ánægður með þetta. Það eru þrjú þúsund eintök farin og ég er búinn að panta þrjú þúsund í viðbót,“ segir Eyjólfur Kristjánsson um plötuna Sýnir sem hann gaf út fyrr á árinu með lögum Bergþóru Árnadóttur.

Frægð, fangelsi og fíkniefni

Boy George, fyrrverandi söngvari Culture Club, má muna sinn fífil fegurri. Þessi mikla stjarna níunda áratugarins á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi.

Bogi smælar framan í gjaldþrotið

Bogi Jónsson húsráðandi á Hliði á Álftanesi vakti athygli fyrir nokkru þegar hann var kominn með 200 milljón króna Ebay-tilboð (1,4 milljón dali) í veitingastaðinn og húseignina. „Nei, þetta seldist ekki,“ segir Bogi.

Ásdís Rán og Garðar með jólaboð á Oliver

Hjónakornin Ásdís Rán Gunnarsdóttir og Garðar Gunnlaugssonar hafa ekki mikinn tíma hér á landi yfir hátíðirnar oghafa af þeirri ástæðu ákveðið að halda ,,lítið jólaboð" á Café Oliver næstkomandi laugardag fyrir fjölskyldu og vini.

Ragnar Sólberg á rólegu nótunum í Fríkirkjunni

Ragnar Sólberg fagnar 10 ára sólóferli sínum á rólegu nótunum og í tilefni af útgáfu á annarri sólóplötu sinni The Circle, spilar hann fyrir gesti í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 11. desember.

Vífilfell gaf Mæðrastyrksnefnd 2 milljónir

Forsvarsmenn drykkjarvöruframleiðandans Vífilfells afhentu í dag Mæðrastyrksnefnd í Reykjavík og fleiri góðgerðar- og líknarfélögum vörur frá fyrirtækinu að andvirði alls um 2 milljónir króna.

Jóhanna Vilhjálms eignaðist dreng

Jóhanna Vilhjálmsdóttir fjölmiðlakona og sambýlismaður hennar, Geir Sveinsson, eignuðust heilbrigðan dreng í gærmorgun, 8. desember.

Sportið hættir á RÚV

Íþróttaþátturinn Sportið sem hefur verið á dagskrá Ríkissjónvarpsins um skeið verður lagður niður bráðlega. Þetta staðfestir Margrét

Tjarnargæsir bætast í hóp mótmælenda á Alþingi

Hópur gæsa af Tjörninni hefur nú bæst við mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið. Þær vappa þar um í mestu friðsemd að vísu svo öruggt er að lögreglan þarf ekki að beita piparúða gegn þeim.

Randver leikur John Cleese

Nú þegar Bretland virðist hafa unnið ímyndarstríðið við litla Ísland vegna Icesave-deilunnar fáum við Íslendingar góða hjálp.

Aron Pálmars ætlaði alla leið

Aron Pálmarsson er orðinn stórstjarna í handboltanum þótt hann sé ekki nema 18 ára. Hann á velgengni sína ekki síst að þakka einkaþjálfaranum Störe.

Ræktin er kreppufrítt svæði

Öfugt við flest annað blómstra líkamsræktarstöðvar í kreppunni. „Fólk er að fíla þetta kreppufría svæði þar sem það gleymir sér við æfingarnar og vellíðunina sem þeim fylgja,“ segir Hafdís Jónsdóttir, Dísa í World Class.

Baggalútur lék fyrir eiginkonu Bjarna Ármanns

Vísir hafði samband við Karl Sigurðsson meðlim hljómsveitarinnar Baggalútur og spurði hvort bandið hafi verið pantað til að spila í afmæli Helgu Sverrisdóttur, eiginkonu Bjarna Ármannssonar, um helgina. „Já það er rétt," svarar Karl. Er rétt að hljómsveitarmeðlimir Baggalúts hafi ekki fengið vitneskju um hvern þeir áttu að spila fyrir, fyrr en á staðinn var komið? „Nei það er ekki rétt. Ég vissi það áður en ég mætti á staðinn."

Skráningum í Idolið rignir inn

Fleiri en þúsund manns hafa skráð sig til þátttöku í áheyrnarprufum fyrir í Idol stjörnuleit á þeim tíu dögum sem liðnir eru frá því skráningar hófust. Pálmi Guðmundsson sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 segir skráninguna aldrei hafa farið svona hratt af stað. „Fyrri Idol hafa farið í rúmar þúsund skráningar, en á margra vikna tímabili,“ segir Pálmi. „Það er útlit fyrir að þetta verði stærstu áheyrnarprufur til þessa.“

„Ég er á laflausu," segir Páll Óskar

„Nei, en ég vildi óska þess. Ég er á laflausu," svarar Páll Óskar Hjálmtýsson þegar Vísir spyr hann út í ástarlífið og hvað hann aðhefst.

Hark, fríar máltíðir og lítill peningur

Á morgun koma út þættirnir um Nonna og Manna sem sýndir voru í Sjónvarpinu við miklar vinsældir. Þættirnir eru sex talsins og með aðalhlutverk fara Garðar Thor Cortes, Einar Örn Einarsson og Jóhann G. Jóhannsson.

Orkuveitan með nýtt jólamyndband

Sölu- og markaðssvið Orkuveitunnar heldur við hefðinni og hefur gert myndband með starfsfólki og stjórn fyrirtækisins rétt eins og var gert í fyrra við mikla lukku. Þá var það slagarinn „Rei Rei, ekki um jólin“ sem hljómaði en nú er það „Nýja stjórn“ sem slær í gegn en þar er ort um ör stjórnarskipti í Orkuveitunni á árinu.

„Eiginkonan er forfallið jólabarn," segir Stefán Hilmarsson

Eiginkonan er forfallið jólabarn og leggur mikið upp úr því að hafa húsið skreytt og hlýlegt á aðventunni. Ég get ekki sagt að eitthvað eitt við jólahaldið gleðji mig öðru fremur, heldur reyni ég að njóta allrar aðventunnar og þeirrar hlýlegu stemmningar sem konan skapar á heimilinu.

FM-hnakkar fá ádeilubók

Rithöfundurinn Helgi Jean Claessen afhenti fyrir skömmu Heiðari Austmann, útvarpsmanni FM957, bók sína Kjammi - bara krútt sem þarf knús. Í henni gerir Helgi grín að hinu hressa FM-fólki og þunglyndislegum bókum Arnaldar Indriðasonar.

Ronaldo að hitta gifta konu

Knattspyrnugoðið og kvennabósinn Cristiano Ronaldo er að hitta gifta konu. Þessu heldur breska götublaðið News of the world fram í dag. Alyona Haynes heitir stúlkan og er gift hinum moldríka viðskiptamanni John Haynes.

Sunny von Bulow látin

Marta, eða Sunny von Bulow sem verið hefur í dauðadái í 28 ár lést á hjúkrunarheimili í New York í Bandaríkjunum í dag, 76 ára gömul. Tvívegis var réttað yfir eiginmanni hennar á áttunda og níunda áratugnum og hann sakaður um að hafa ítrekað reynt að myrða hana og fræg kvikmynd var gerð um málið.

Kemur heim frá Kanarí fyrir jól

Guðni Ágústsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins hefur dvalið á Gran Canaria undanfarið ásamt eiginkonu sinni Margréti Hauksdóttur. Þau hjónin fóru út skömmu eftir að Guðni sagði af sér formennsku og þingmennsku. Í samtali við Vísi segir Margrét þau ætla að koma heim fyrir jól.

Íslenskt hveiti undan Eyjafjöllunum

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllunum framleiðir alíslenskt hveiti. Hann verður með kynningu í Heilsubúðinni Góð Heilsa Gulli Betri í dag á milli 14:00 og 16:00 við Njálsgötu 1. Um er að ræða eina íslenska hveitið sem notað er til manneldis.

Ættingjar fyrrum eiginkonu O.J. Simpson fagna dómi

Ættingjar fyrrum eiginkonu ruðningskappans O.J. Simpson sem trúa því að hann hafi myrt hana, fagna dómnum yfir honum í gær. Hann var dæmdur í allt að þrjátíu og þriggja ára fangelsi fyrir vopnað rán, líkamsárás og tilraun til mannráns í Las Vegas fyrir rúmu ári.

Rúnar marseraði þá inn kirkjugólfið í lok tónleikanna og söng lagið „Gott er að gefa"

„Ég er búin að þekkja Rúnar í mörg ár og nokkrum sinnum komið fram með honum á tónleikum. Rúnar var skemmtilegur félagi, með „kúlið" í lagi fram á dánarstundina," svarar Helga Möller söngkona sem minnist Rúnars Júlíussonar sérstaklega fyrir skemmtilegan húmor og hversu samkvæmur hann var alltaf sjálfum sér. „Mér er sérstaklega minnisstætt þegar við komum fram á jólatónleikum í Keflavíkurkirkju fyrir nokkrum árum síðan. Hann sló ærlega í gegn sérstaklega þegar hann masseraði inn kirkjugólfið í lok tónleikanna og söng lagið „Gott er að gefa"."

OJ dæmdur 15 ára fangelsi

Ruðningskappinn O.J. Simpson var nú skömmu fyrir fréttir dæmdur í fimmtán ára fangelsi fyrir vopnað rán, líkamsárás og tilraun til mannráns í Las Vegas í fyrra. Hann á möguleika á náðun eftir sex ár.

Þörf á jákvæðum fjölmiðlum

„Monitor mun laga sig að breyttum aðstæðum á næsta ári og starfsemin heldur áfram. Vefurinn verður efldur en útgáfudögum blaðsins verður fækkað," segir Atli Fannar Bjarkason ritstjóri aðspurður um framtíð Monitors. „Ég ætla að halda áfram sem ritstjóri Monitors. Ég held að það sé mjög mikilvægt að þessi miðill dafni á næsta ári því fólk þarf á jákvæðum fjölmiðlum að halda," segir Atli.

HugurAx styrkir Mæðrastyrksnefnd

Mæðrastyrksnefnd hlaut í morgun 300 þúsund krónur í styrk frá upplýsingatæknifyrirtækinu HugiAx. Margrét K. Sigurðardóttir, fjármálastjóri mæðrastyrksnefndar veitti styrknum viðtöku á aðventumorgni HugarAx var haldinn hátíðlegur í húsakynnum fyrirtækisins að Guðríðarstíg.

Mikill missir

„Það eru bara fáir útvaldir sem fá að kveðja svona, þegar þeir eru að gera sig klára að fara á svið," segir Bubbi Morthens, samstarfsmaður Rúnars Júlíussonar til margra ára. „Auðvitað hefði ég viljað vera með Rúnari í 10-15 ár í viðbót ef heilsa hans hefði leyft, en úr því þetta þetta er orðin staðreynd, þá er miklu meiri gleði í hjarta mínu að hafa fengið að kynnast Rúnari en sorg."

Björgólfur á KR-leik í körfunni

Björgólfur Guðmundsson skellti sér á leik hjá KR-ingum í körfuboltanum í vesturbænum í kvöld. KR-ingar völtuðu þar yfir ungt lið Skallagríms frá Borgarnesi og fylgist Björgólfur með sínum mönnum.

Gerður Kristný ávarpar Austurvöll

Áfram halda friðsamleg mótmæli á Austurvell. Á hverjum laugardegi streyma þúsundir manna á Austurvöll og krefjast afsagnar núverandi stjórnar Seðlabankans, afsagnar núverandi stjórnar Gjaldeyrsieftirlitsins og nýrra kosninga.

Sjá næstu 50 fréttir