Lífið

„Ég er á laflausu," segir Páll Óskar

Páll Óskar Hjálmtýsson.
Páll Óskar Hjálmtýsson.

„Nei, en ég vildi óska þess. Ég er á laflausu," svarar Páll Óskar Hjálmtýsson þegar Vísir spyr hann út í ástarlífið og hvað hann aðhefst.

 

 

 

„Ég er bara voðalega rólegur yfir þessu. Ef það á fyrir mér að liggja að ganga út þá bara gerist það þegar það á að gerast."  

 

„Ég er á þeytingi um landið. Akkúrat núna er ég staddur í vesturbænum. Fer á Selfoss á morgun, Akureyri miðvikudag og fimmtudag. Síðan eru endalausar áritanir næstu helgi," útskýrir Páll og bendir á að dagskrána má finna á Myspace síðunni hans. 

Ertu einn að vinna að því að kynna og dreifa Silfursafninu? „Við erum eiginlega þríeyki sem vinnum saman að þessu. Það er ég, Páll Eyjólfsson umboðsmaður og svo er Mónika að sjá um bókhaldið á meðan ég sé um að troða upp og ræða við fjölmiðla," segir Páll.

 

 

Silfursafnið hans Palla.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.