Lífið

Orkuveitan með nýtt jólamyndband

Hjörleifur Kvaran orkuveituforstjóri er á meðal þeirra sem koma fram.
Hjörleifur Kvaran orkuveituforstjóri er á meðal þeirra sem koma fram.

Sölu- og markaðssvið Orkuveitunnar heldur við hefðinni og hefur gert myndband með starfsfólki og stjórn fyrirtækisins rétt eins og var gert í fyrra við mikla lukku. Þá var það slagarinn „Rei Rei, ekki um jólin" sem hljómaði en nú er það „Nýja stjórn" sem slær í gegn en þar er ort um ör stjórnarskipti í Orkuveitunni á árinu.

Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar segir að Brynjar Stefánsson sviðstjóri Sölu- og markaðssviðs og hans fólk eigi heiður skilinn fyrir framtakið sem vakið hafi mikla lukku á jólahlaðborði fyrirtækisins á föstudaginn var. „Fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna," segir Eiríkur.

Í myndbandinu koma fram margir stjórnarmenn og starfsmenn fyrirtækisins og segir Eiríkur að allir hafi verið boðnir og búnir til að taka þátt í glensinu. Þá fer Haukur Holm, fréttamaður á Stöð 2, með gestahlutverk eins og sjá má ef smellt er á hlekkinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.