Frægð, fangelsi og fíkniefni 10. desember 2008 04:30 Í tómu tjóni. Boy George hefur oft komist í kast við lögin á undanförnum árum. Hann á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. MYND/nordicphotos/gettyimages Boy George, fyrrverandi söngvari Culture Club, má muna sinn fífil fegurri. Þessi mikla stjarna níunda áratugarins á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Boy George hefur verið fundinn sekur um að hafa haldið vændismanni föngnum í handjárnum og lamið hann á heimili sínu í austurhluta London. Maðurinn heitir Auden Carlsen og er 29 ára Norðmaður. Þegar hann reyndi að yfirgefa heimili George eftir að hafa setið fyrir hjá honum nakinn í „ljósmyndatöku" um miðja nótt gerði George sér lítið fyrir og lamdi hann með stálkeðju. Dómur í málinu verður kveðinn upp sextánda janúar. Sópaði götur í New Yorká hátindi frægðarinnar Boy George fyrir mörgum hárum og kílóum á hátindi frægðar sinnar með hljómsveitinni Culture Club.Boy George heitir réttu nafni George O"Dowd og er 47 ára. Eftir að hafa slegið í gegn með Culture Club og lögum á borð við Karma Chameleon og Do You Really Want to Hurt Me? hefur hann marga fjöruna sopið. Fíkniefni hafa átt þar stóran hlut að máli auk þess sem glíma við laganna verði hefur verið fyrirferðarmikil. Fyrir tveimur árum var George handtekinn fyrir að hafa sóað tíma lögreglunnar þegar hann laug því að brotist hafi verið inn íbúð sína í New York. Er lögreglan mætti á vettvang vildi ekki betur til en svo að hún fann þar kókaín og handtók George. Hann slapp við að vera ákærður fyrir fíkniefnavörslu en af því hann hafði sóað tíma lögreglunnar var hann dæmdur til að sópa götur borgarinnar í fimm daga. Jók það mjög á niðurlægingu George að blaðaljósmyndarar létu hann ekki í friði allan þann tíma. Í stanslausri neysluÁ hátindi fræðgar sinnar á níunda áratugnum var George orðinn forfallinn eiturlyfjasjúklingur. Heróínið var allsráðandi í lífi hans og lést hljómborðsleikari Culture Club, Michael Rudetski, einmitt af völdum of stórs heróínskammts á heimili George. Það varð þó ekki til þess að söngvarinn gæfi neysluna upp á bátinn. Árið 1995 lýsti hann baráttu sinni við fíkniefnadjöfulinn í sjálfsævisögunni Take It Like A Man og fyrr á þessu ári sagði hann þetta í viðtali við tímaritið Q: „Ég hef verið útúrdópaður undanfarin fimm ár. En núna er ég laus við dópið. Ég vil ekki deyja." Þrátt fyrir þessi ummæli var kókaín á boðstólum við „myndatökuna" á heimili hans á dögunum og greinilegt að dópið er enn stór þáttur í lífi Boy George. Endurkoman í súginnÁætlarnir Boy George um að endurvekja fyrri frægð eru nú farnar í súginn, í bili að minnsta kosti. Hann gaf út smáskífulagið Yes We Can í október síðastliðnum og ætlaði síðan í umfangsmikla tónleikaferð með sín bestu lög í farteskinu. Ekki galin hugmynd, því einhver hlýtur áhuginn að vera á manni sem hefur átt sjö lög á toppi breska vinsældarlistans, níu á þeim bandaríska og selt hvorki meira né minna en 50 milljónir platna. Endurkoman verður þó að bíða betri tíma því fyrst þarf að hann að borga fyrir syndir sínar með fangelsisvist á sama tíma og hann þarf að finna leið til að losna við fíkniefnadjöfulinn í eitt skipti fyrir öll. Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira
Boy George, fyrrverandi söngvari Culture Club, má muna sinn fífil fegurri. Þessi mikla stjarna níunda áratugarins á yfir höfði sér allt að fimmtán ára fangelsi. Boy George hefur verið fundinn sekur um að hafa haldið vændismanni föngnum í handjárnum og lamið hann á heimili sínu í austurhluta London. Maðurinn heitir Auden Carlsen og er 29 ára Norðmaður. Þegar hann reyndi að yfirgefa heimili George eftir að hafa setið fyrir hjá honum nakinn í „ljósmyndatöku" um miðja nótt gerði George sér lítið fyrir og lamdi hann með stálkeðju. Dómur í málinu verður kveðinn upp sextánda janúar. Sópaði götur í New Yorká hátindi frægðarinnar Boy George fyrir mörgum hárum og kílóum á hátindi frægðar sinnar með hljómsveitinni Culture Club.Boy George heitir réttu nafni George O"Dowd og er 47 ára. Eftir að hafa slegið í gegn með Culture Club og lögum á borð við Karma Chameleon og Do You Really Want to Hurt Me? hefur hann marga fjöruna sopið. Fíkniefni hafa átt þar stóran hlut að máli auk þess sem glíma við laganna verði hefur verið fyrirferðarmikil. Fyrir tveimur árum var George handtekinn fyrir að hafa sóað tíma lögreglunnar þegar hann laug því að brotist hafi verið inn íbúð sína í New York. Er lögreglan mætti á vettvang vildi ekki betur til en svo að hún fann þar kókaín og handtók George. Hann slapp við að vera ákærður fyrir fíkniefnavörslu en af því hann hafði sóað tíma lögreglunnar var hann dæmdur til að sópa götur borgarinnar í fimm daga. Jók það mjög á niðurlægingu George að blaðaljósmyndarar létu hann ekki í friði allan þann tíma. Í stanslausri neysluÁ hátindi fræðgar sinnar á níunda áratugnum var George orðinn forfallinn eiturlyfjasjúklingur. Heróínið var allsráðandi í lífi hans og lést hljómborðsleikari Culture Club, Michael Rudetski, einmitt af völdum of stórs heróínskammts á heimili George. Það varð þó ekki til þess að söngvarinn gæfi neysluna upp á bátinn. Árið 1995 lýsti hann baráttu sinni við fíkniefnadjöfulinn í sjálfsævisögunni Take It Like A Man og fyrr á þessu ári sagði hann þetta í viðtali við tímaritið Q: „Ég hef verið útúrdópaður undanfarin fimm ár. En núna er ég laus við dópið. Ég vil ekki deyja." Þrátt fyrir þessi ummæli var kókaín á boðstólum við „myndatökuna" á heimili hans á dögunum og greinilegt að dópið er enn stór þáttur í lífi Boy George. Endurkoman í súginnÁætlarnir Boy George um að endurvekja fyrri frægð eru nú farnar í súginn, í bili að minnsta kosti. Hann gaf út smáskífulagið Yes We Can í október síðastliðnum og ætlaði síðan í umfangsmikla tónleikaferð með sín bestu lög í farteskinu. Ekki galin hugmynd, því einhver hlýtur áhuginn að vera á manni sem hefur átt sjö lög á toppi breska vinsældarlistans, níu á þeim bandaríska og selt hvorki meira né minna en 50 milljónir platna. Endurkoman verður þó að bíða betri tíma því fyrst þarf að hann að borga fyrir syndir sínar með fangelsisvist á sama tíma og hann þarf að finna leið til að losna við fíkniefnadjöfulinn í eitt skipti fyrir öll.
Mest lesið Þessi tíu lög komust í úrslit Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Lífið Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið VÆB bræður á forsíðu BBC Lífið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikil sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Sjá meira