Lífið

Dýrasta jólabókin í ár kostar 75.000 krónur

Dýrasta jólabókin í ár kostar 75.000 krónur. Hún fæst ekki í bókabúðum en verður til sýnis í nokkra daga nú fyrir jól.

Bókin Flora Islandica verður til sýnis í nokkra daga í bókaversluninni Iðu í Lækjargötu. Um er að ræða heildarútgáfu á teikningum Eggerts Péturssonar myndlistarmanns af íslenskum háplöntum sem hann vann í upphafi ferils síns fyrir bókina Íslensk Flóra.

Teikningunum er raðað í grasafræðilegri röð og hverri teikningu fylgir texti Ágústs H. Bjarnasonar um viðkomandi háplöntu. Myndirnar hafa aldrei fyrr verið sýndar í sinni réttu stærð en teikningarnar sýna 271 háplöntu íslensku flórunnar í raunstærð.

Bókin kostar 75.000 krónur og fæst ekki í bókabúðum. Aðeins er hægt að nálgast hana hjá útgefanda og verður hún afhent kaupendum 17. desember næstkomandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.