Lífið

HugurAx styrkir Mæðrastyrksnefnd

Gunnar Ingimundarson, framkvæmdarstjóri HugarAx afhendir Margréti K. Sigurðardóttur fjármálastjóra Mæðrastyrksnefndar styrkinn.
Gunnar Ingimundarson, framkvæmdarstjóri HugarAx afhendir Margréti K. Sigurðardóttur fjármálastjóra Mæðrastyrksnefndar styrkinn.

Mæðrastyrksnefnd hlaut í morgun 300 þúsund krónur í styrk frá upplýsingatæknifyrirtækinu HugiAx. Margrét K. Sigurðardóttir, fjármálastjóri mæðrastyrksnefndar veitti styrknum viðtöku á aðventumorgni HugarAx var haldinn hátíðlegur í húsakynnum fyrirtækisins að Guðríðarstíg.

„Aðventumorguninn var að vanda vel sóttur og nutu rúmlega 400 gestir ljúffengra veitinga og tónlistaratriða, en Guðrún Gunnarsdóttir tók lagið ásamt hljómsveit Sigurðar Perez," segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Þar segir einnig að HugurAx hafi í gegnum árin styrkt góðgerðar- og líknarmálefni með ýmsum hætti og hefur það fyrir venju að í stað þess senda jólakort til viðskiptavina, að veita einu málefni styrk á aðventumorgni fyrirtækisins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.