Aron Pálmars ætlaði alla leið 9. desember 2008 08:00 Í bréfi til Egils spyr Aron einfaldlega hvort hann sé maðurinn fyrir sig - því það þurfi að gera sig hroðalegan. fréttablaðið/Stefán Aron Pálmarsson er orðinn stórstjarna í handboltanum þótt hann sé ekki nema 18 ára. Hann á velgengni sína ekki síst að þakka einkaþjálfaranum Störe. „Nei, jahhh, ég meina, ég á hann kannski ekki alveg skuldlausan," segir Egill Einarsson einkaþjálfari - sem nú gengur undir nafninu Störe - óvenju hógvær. Hann er að tala um Aron Pálmarsson, handboltamann úr FH, eitthvert mesta efni sem hefur komið fram á sjónarsviðið í íþróttinni. Störe þakkar sér það að nokkru og hefur merkilega sögu að segja af samskiptum þeirra tveggja. „Já, fyrir um ári fékk ég tölvupóst frá þessum strák. Ég meina, hann er fæddur 1990, þannig að þetta er tæknilega smákrakki. Og hann segir mér að hann ætli að hætta í skólanum og einbeita sér að handboltanum. Og svona undan og ofan af fyrirætlunum sínum: Að verða atvinnu- og landsliðsmaður. Og ári síðar er hann bara á leiðinni til Kiel!" Og þar er ekki orði ofaukið. Í bréfi Arons segir að hann ætli að hafa handbolta að atvinnu í framtíðinni. „Það sem ég er að tala um er að ég þarf að massa mig vel upp fyrir næsta „season". Ég vil verða 90+ en vera líka fljótur á löppunum og vel stæltur að ofan. Það sem ég er að fara fram á er einfaldlega að þú gerir mig hroðalegan, ef þú veist hvað ég á við. Ég er 190 cm og 86 kg," segir í bréfi Arons. Markmiðið sé að fara alla leið og hinn sautján ára Aron spyr Egil einfaldlega, fullur sjálfstrausts, hvort hann sé maðurinn fyrir sig? „Mér líkaði vel við hann frá byrjun. Aron ætlaði að verða bestur og ég kann vel að meta menn með þykkan pung. Við létum hann lyfta hressilega. Bættum þyngdina í hverri viku og pökkuðum á hann kjötinu. Svo er hann sláandi líkur mér í þokkabót," segir Störe ánægður með sinn mann. Það er gagnkvæmt. Aron var hjá Agli í um hálft ár. „Það var eitthvað við hann. Hvernig hann var í viðtölum: töffari og fyndinn karakter. Ég var að fara að fá mér einkaþjálfara, hafði heyrt vel af honum látið og ákvað að láta slag standa," segir Aron og tók sér frí frá skólanum: „Hann var þvílíkt öskrandi á mann. Prófessional, skráði allt niður og bætti alltaf á lóðin," segir Aron og lagði grunninn að tíu kílóum sem hann taldi sig þurfa til að vera klár í úrvalsdeildina. Nú er Aron með fjögurra ára samning á borðinu, hefur boð frá Kiel í Þýskalandi, sem er eitt sterkasta handboltalið í heimi, og fer út 19. desember til að kíkja á þá. „Í kjölfarið er meiningin að ég skrifi undir. Það eru meiri líkur en minni. Þarf eitthvað mikið að gerast ef ég ætla að fara að neita Kiel." jakob@frettabladid.is Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira
Aron Pálmarsson er orðinn stórstjarna í handboltanum þótt hann sé ekki nema 18 ára. Hann á velgengni sína ekki síst að þakka einkaþjálfaranum Störe. „Nei, jahhh, ég meina, ég á hann kannski ekki alveg skuldlausan," segir Egill Einarsson einkaþjálfari - sem nú gengur undir nafninu Störe - óvenju hógvær. Hann er að tala um Aron Pálmarsson, handboltamann úr FH, eitthvert mesta efni sem hefur komið fram á sjónarsviðið í íþróttinni. Störe þakkar sér það að nokkru og hefur merkilega sögu að segja af samskiptum þeirra tveggja. „Já, fyrir um ári fékk ég tölvupóst frá þessum strák. Ég meina, hann er fæddur 1990, þannig að þetta er tæknilega smákrakki. Og hann segir mér að hann ætli að hætta í skólanum og einbeita sér að handboltanum. Og svona undan og ofan af fyrirætlunum sínum: Að verða atvinnu- og landsliðsmaður. Og ári síðar er hann bara á leiðinni til Kiel!" Og þar er ekki orði ofaukið. Í bréfi Arons segir að hann ætli að hafa handbolta að atvinnu í framtíðinni. „Það sem ég er að tala um er að ég þarf að massa mig vel upp fyrir næsta „season". Ég vil verða 90+ en vera líka fljótur á löppunum og vel stæltur að ofan. Það sem ég er að fara fram á er einfaldlega að þú gerir mig hroðalegan, ef þú veist hvað ég á við. Ég er 190 cm og 86 kg," segir í bréfi Arons. Markmiðið sé að fara alla leið og hinn sautján ára Aron spyr Egil einfaldlega, fullur sjálfstrausts, hvort hann sé maðurinn fyrir sig? „Mér líkaði vel við hann frá byrjun. Aron ætlaði að verða bestur og ég kann vel að meta menn með þykkan pung. Við létum hann lyfta hressilega. Bættum þyngdina í hverri viku og pökkuðum á hann kjötinu. Svo er hann sláandi líkur mér í þokkabót," segir Störe ánægður með sinn mann. Það er gagnkvæmt. Aron var hjá Agli í um hálft ár. „Það var eitthvað við hann. Hvernig hann var í viðtölum: töffari og fyndinn karakter. Ég var að fara að fá mér einkaþjálfara, hafði heyrt vel af honum látið og ákvað að láta slag standa," segir Aron og tók sér frí frá skólanum: „Hann var þvílíkt öskrandi á mann. Prófessional, skráði allt niður og bætti alltaf á lóðin," segir Aron og lagði grunninn að tíu kílóum sem hann taldi sig þurfa til að vera klár í úrvalsdeildina. Nú er Aron með fjögurra ára samning á borðinu, hefur boð frá Kiel í Þýskalandi, sem er eitt sterkasta handboltalið í heimi, og fer út 19. desember til að kíkja á þá. „Í kjölfarið er meiningin að ég skrifi undir. Það eru meiri líkur en minni. Þarf eitthvað mikið að gerast ef ég ætla að fara að neita Kiel." jakob@frettabladid.is
Mest lesið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Sjá meira