Lífið

Jóhanna kona ársins hjá Nýju lífi

Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður og rithöfundur, er kona ársins að mati tímaritsins Nýs lífs. Tilkynnt var um verðlaunin í Íslandi í dag rétt í þessu.

Kona ársins að þessu sinni hefur brúað bil á milli Íslands og Miðausturlanda. Hún hefur látið sig varða lágt menntunarstig í Jemen og fyrir hennar tilverknað eru nú 132 jemensk börn styrkt til náms af Íslendingum. Í haust stóð hún fyrir glæsimarkaði í Perlunni þar sem safnað var fyrir nýju skólahúsi í Sanaa í Jemen.



,,Hún stofnaði Vináttu- og menningarfélag Miðausturlanda árið 2004 sem hefur það hlutverk að kynna heimssvæðið og það margþætta mannlíf sem þar er. Jóhanna gekk enn lengra í vináttu sinni við Miðausturlönd þegar hún lagði verðlaunafé sem hún fékk fyrir bókina Arabíukonur árið 2005 í sjóð til að styrkja jemenskar stúlkur til náms.

Hún hefur, eins og áður sagði, virkjað Íslendinga til að leggja sitt af mörkum og hefur þannig gert 132 börnum í Jemen kleift að mennta sig. Fyrsta stúlkan sem fékk stuðning mun fljótlega hefja háskólanám," segir í tilkynningu frá Nýju lífi.

Freyja Haraldsdóttir var valin kona ársins 2007 af tímaritinu.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.