Lífið

Ragnar Sólberg á rólegu nótunum í Fríkirkjunni

Ragnar Sólberg fagnar 10 ára sólóferli sínum á rólegu nótunum og í tilefni af útgáfu á annarri sólóplötu sinni The Circle, spilar hann fyrir gesti í Fríkirkjunni í Reykjavík þann 11. desember.

Á tónleikunum spilar Ragnar lög af plötunni The circle sem kom út á þriðjudaginn 2. des.

Sú plata var prentuð í takmörkuðu upplagi sem er nú uppseld frá útgefanda, en von er á öðru upplagi sem verður þá til sölu á tónleikunum.

Með Ragnari spila þeir Pétur Örn (hljómborð, bakraddir), Smári Guðmundsson (gítar), Helgi Egilsson (bassi) og Helgi Svavar (trommur).

Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 í Fríkirkjunni, Fimmtudaginn 11. desember

Miðaverð er 1500 kr

Forsala fer fram í Emm & E-label búðinni Laugavegi 33








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.