Lífið

Björgólfur á KR-leik í körfunni

Björgólfur Guðmundsson
Björgólfur Guðmundsson

Björgólfur Guðmundsson skellti sér á leik hjá KR-ingum í körfuboltanum í vesturbænum í kvöld. KR-ingar völtuðu þar yfir ungt lið Skallagríms frá Borgarnesi og fylgist Björgólfur með sínum mönnum.

Björgólfur sem verið hefur einn helsti stuðningsmaður og styrktaraðili KR í fótboltanum hefur lítið látið sjá sig á leikjum í körfunni.

Mikið hefur verið rætt um hugsanlega sölu Björgólfs á knattspyrnuliðinu West Ham á englandi. Það er því spurning hvort Björgólfur sé búinn að finna sér nýtt sport til þess að fylgjast með, og kaupi jafnvel körfuboltalið næst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.