Fleiri fréttir

Klífur tinda til styrktar krabbameinsrannsóknum

Vignir Helgason, doktor í líffræði við Paul O'Gorman-krabbameinsrannsóknarstöðina í Glasgow í Skotlandi, hyggst þreyta hina nafntoguðu þriggjatindaáskorun, eða three peaks challenge, sem gengur út á að ná toppi hæstu fjalla Englands, Skotlands og Wales á 24 klukkustundum.

Amy rekin úr dómssal fyrir daður

Þrátt fyrir síendurteknar skammir dómarans hætti söngkonan ekki að senda fangelsuðum Blake fingurkossa og ástarorð í hljóði. Henni var skipað að láta sig hverfa, sem og hún gerði, svo réttarhöldin gætu haldið áfram.

Nicole Richie að fríka út á móðurhlutverkinu

Nicole litla Richie hefur þurft að þola ýmislegt undanfarin ár, allt frá átröskunum og áfengismeðferðum til fangelsisvistar og samfélagsþjónustu. Nú þegar dóttir hennar er komin í spilið stefnir í eitt allsherjar niðurbrot.

Ætlar að giftast barnapíunni

Frá Hollywood berast þær fréttir að stórleikarinn Ethan Hawke sé að undirbúa baugfingur undir væntanlegan giftingarhring. Hann og ólétta kærastan hans ætla að gifta sig á næstunni.

Cameron Diaz endurnýtir afganga Jennifer Aniston

Leikkonan Cameron Diaz hefur greinilega ekkert á móti því að endurnýta afganga vinkvenna sinna. Á sunnudagskvöldið sást til hennar á stefnumóti með fyrirsætunni Paul Sculfor, sem átti í örsambandi við Jennifer Aniston á síðasta ári.

Brigitte Bardot dæmd fyrir niðrandi ummæli um múslima

Leikkonan Brigitte Bardot var fyrir rétti í París í dag fundin sek um að ýta undir mismunun og kynþáttahatur með ummælum sínum um múslima. Leikkonan, sem er mikill dýraverndunarsinni, sagði í bréfi til Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta að hún væri „sárþreytt á að vera undir hælum á þessu fólki, sem eru að eyðileggja okkur og eyðileggja landið okkar með því að fara sínu fram." Ummælin, sem einnig birtust í fréttabréfi hennar, voru í kjölfar múslimahátíðarinnar Aid el-Kebir, sem er haldin hátíðleg með því að slátra sauðfé.

Naut hverrar mínútu að leika Mr Big

Ég elskaði hverja einustu mínútu við tökur á myndinni, " segir Chris North við spyril CNN en hann fer með hlutverk hins óviðjafnanlega Mr Big í kvikmyndinni Sex and the City sem var frumsýnd hér á landi síðasta föstudag.

Tatum kennir hundinum sínum um dópkaup

Óskarsverðlaunaleikkonan Tatum O'Neal, sem gripin var við þá vafasömu iðju að kaupa krakk í gær, segir atvikið allt eiga sér eðlilegar skýringar. Í viðtali við New York Post segir barnastjarnan fyrrverandi að dauði hunds hennar hafi ollið henni miklum hugarkvölum sem loks urðu þess valdandi að hún keypti dópið. „Ég og dóttir mín þurftum að svæfa hana. Það var ólýsanlega skelfilegt," sagði leikkonan. Hún bætti því síðan við að lögreglan hafi „bjargað sér“ áður en hún náði að neyta efnanna. Þrátt fyrir þessa útskýringu lýsti Tatum yfir sakleysi sínu fyrir rétti.

Barnfóstra segir heimili Brangelinu skelfilegt

Það kemur líklega fæstum á óvart að heimili með fjórum smábörnum sé ekki rólegasti staðurinn á jarðríki. Fyrrverandi barnfóstra Brangelinu sér þó ástæðu til að tjá sig sérstaklega um heimili parsins - sem hún segir skelfilegt.

Símaskráin aldrei verið vinsælli

Greinilegt er að samstarf Símaskrárinnar og Hugleiks Dagssonar hefur virkað mjög vel því fyrsta upplag Símaskrárinnar 2008 hefur að mestu klárast hjá Já sem sér um dreifingu hennar.

Plastsvanur fékk sér kríu

Morgunblaðið gerði þá hvimleiðu villu í blaðinu í dag að birta á forsíðu sinni mynd af plastsvani sem blaðið hélt að væri lifandi álft en á plastkollinum hvíldi kría.

Sonur minn var trylltur úr hræðslu í skjálftanum

Sjö ára sonur minn var trylltur úr hræðslu, hann var á skólavistun, og hágrét þegar ég sótti hann um korter eftir skjálftann, hann neitaði að fara inn í hús og sat grátandi í bílnum og grátbað mig um að fara burt frá Selfossi."

Ungfrú Ísland hjúkrar öldruðum

„Mér finnst þetta bara mjög gaman og það verður spennandi að takast á við þetta,“ segir Alexandra Helga Ívars­dóttir, nýkjörin Ungfrú Ísland. Keppnin fór fram á Broadway síðastliðinn föstudag og var glæsileg að vanda, en það var Yesmine Olsson sem sá um framkomu stúlknanna.

Pönk í Hljómalind

Fimmtudaginn n.k. 5. júní verða haldnir pönktónleikar í baksal Hljómalindar. Þar munu Saktmóðigur, Dys, Sleeps leika an angry bear og Brillo koma fram.Tóleikarnir hefjast klukkan 20.00.

Fraiser frékk hjartaáfall

Gamanleikarinn Kelsey Grammer sem er hvað þekktastur fyrir túlkun sína á hinum ógleymanlega Fraiser í samnefndum þáttum fékk hjartaáfall um helgina. Leikarinn var staddur á Hawaii þegar hann fékk fyrir hjartað.

Laugardalshöll breytist í skemmtistað

GUS GUS og David Guetta koma fram á stærstu tónleikum þessa árs í Laugardalshöll þann 16.júní. Um er að ræða einstakan tónlistarviðburð sem aldrei áður hefur verið settur upp á Íslandi.

Hætt við Þursatónleika á Nasa

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hefur verið ákveðið að hætta við fyrirhugaða tónleika með Þursunum á Nasa þann 13. júní.

Forstjóri kaupir sófasett Begga og Pacasar

„Eitthvað af því sem var keypt inn var því marki brennt að ekki var hægt að skila þeim aftur svo þeir fóru þessa leið," segir Ari Edwald, forstjóri 365. Auglýsingasvið fyrirtækisins stóð á föstudaginn fyrir heljarinnar uppboði á húsgögnum úr sjónvarpsþáttunum Hæðinni, sem Stöð 2 sýndi í vetur.

Ösku Cobain stolið

Courtney Love, fyrrverandi eiginkona rokkarans Kurt Cobain segir ösku hans hafa verið stolið af heimili hennar. Fjórtán ár eru síðan Cobain, sem þá var söngvari grunge-bandsins Nirvana, framdi sjálfsmorð. Hluta af ösku hans var dreift í New York og Washington, en eiginkonan hélt hluta hennar eftir. Hún er miður sín yfir stuldinum.

Madonna má ekki vera að því að eldast

Það eru bara tveir mánuðir í að poppdrottningin Madonna verði fimmtug, en hún segist engan tíma hafa til að eldast. Í viðtali við Life & Style tímaritið upplýsti söngkonan að hún ætlaði sko ekki að hætta að vinna, hanga heima og verða feit. „Ég hef nóg að gera, börn að ala upp, eiginmann að gleðja og heim til að bjarga," sagði söngkonan.

Búist við Brangelinu-tvíburum á næstu dögum

Þrátt fyrir að yfirlýsingar um að Angelina Jolie muni ekki fæða tvíbura sína og Brad Pitt fyrr en í ágúst segir sagan að allt sé tilbúið fyrir komu þeirra, sem verði á næstu dögum.

Sjá næstu 50 fréttir