Lífið

Ætlar að giftast barnapíunni

Ethan Hawke
Ethan Hawke

Frá Hollywood berast þær fréttir að stórleikarinn Ethan Hawke sé að undirbúa baugfingur undir væntanlegan giftingarhring. Hann og ólétta kærastan hans ætla að gifta sig á næstunni.

Stúlkan sem heitir Ryan Shawhughes var barnapía Ethans þegar hann var giftur leikkonunni Umu Thurman.

Náinn vinur þeirra segir þau ætla að gifta sig á næstu dögum. „Það kæmi ekki á óvart ef brúðkaupið yrði um næstu helgi," sagði vinurinn.

Margir voru ósáttir með leikarann þegar hann skildi við Umu og byrjaði með barnapíunni, sem hann ætlar nú að giftast.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.