Fleiri fréttir

Jack Nicholson kynþokkafullur með appelsínuhúð

Myndir af fáklæddum Nicholson birtust í fjölmiðlum vestanhafs þar sem skýrt var tekið fram að ellilífeyrisþeginn væri ennþá sjóðandi heitur löðrandi í kynþokka þrátt fyrir áberandi mikla appelsínuhúð.

Kveikt í húsi 50 Cent?

Barnsmóðir og tíu ára sonur bandaríska rapparans 50 Cent voru á meðal þeirra sem björguðust úr miklum eldsvoða þegar tvöhundruð milljóna króna hús rapparans á Long Island brann til kaldra kola á föstudagsmorgun.

Jake Gyllenhaal vill börn

Orðrómur um yfirvofandi hjónaband leikaranna Jake Gyllenhaal og Reese Witherspoon hefur verið lífsseigur um nokkurt skeið. Nýjust fregnir herma þó að Jake vilji meira en bara hjónaband.

Angelinu finnst bumban kynþokkafull

Leikkonan Angelina Jolie, sem á von á tvíburum innan skamms, segir að óléttan láti sér líða sérdeilis kvenlegi og kynþokkafullri. ,,Mér líður eins og allir hlutar líkama míns þjóni skyndilega tilgangi,” segir leikkonan í nýjasta tölublaði Vanity Fair. ,,Mér finnst ég vera svo mjúk og kvenleg, og það er magnað að finna fyrir litlu lífi inni í sér.”

Charlie Sheen kvænist fasteignasala

Bandaríski leikarinn Charlie Sheen, gekk að eiga fasteignasalann Brooke Mueller í Beverly Hills í Kaliforníu á föstudagskvöld. Þetta er fyrsta hjónaband hinnar þrítugu Brooke sem ku vera fyrrverandi leikkona og starfandi fasteignasali en þriðja hjá hinum fjörutíu og tveggja ára gamla Charlie.

Vilhjálmur eltist við sjóræningja

Vilhjálmur krónprins Bretlands gæti þurft að eltast við sjóræningja á Karíbahafi þegar hann hefur þjálfun sína á freigátunni HMS Iron Duke á næstunni.

Stór vika hjá Bubba

Bubbi Morthens gefur út plötu og gengur í hjónaband í næstu viku. Eitt lagið á plötunni er samið til fanga á Litla-Hrauni.

Finnskri ferðabók um Ísland fylgt úr hlaði

Íslensk-finnskt par stendur að ferðabók um Ísland sem gefin er út sem hluti af finnsku ferðabókaröðinni Mondo og er þar um að ræða fyrstu bókina um Ísland sem út kemur á finnsku.

Sláandi breyting á útliti Hillary Clinton

Sérfræðingar á sviði lýtalækninga halda því fram að efnið Botox sem hefur reynst vel í baráttu gegn hrukkum sé lykilinn að breyttu útliti Clinton sem er augljóslega meðvituð um að persónutöfrar og ekki síður útlit kunna að hafa áhrif á úrslitin.

Posh fékk vínekru í afmælisgjöf

Þegar fólk á hrúgur af peningum duga engin gjafakort og blóm í afmælisgjafir, eins og David Beckham manna best. Hann fjárfesti í vínekru fyrir Victoríu sína heittelskuðu í tilefni af 34 ára afmæli hennar á dögunum.

Owen Wilson drekkir sorgum sínum með tvíförum Kate

Á meðan Kate Hudson nýtur lífsins í Cannes og Mónakó með hjólakappanum Lance Armstrong, drekkir hennar fyrrverandi, Owen Wilson, sorgum sínum heima fyrir í félagsskap ljóshærðra tvífara hennar.

Flottasta nyrsta tónleikahátíð heims

Forsala er hafin á AIM Festival sem er nú haldið í þriðja sinn á Akureyri. AIM er alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Í fyrra komu 90 tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum á hátíðina og í ár verður ekki minna til sparað þegar Akureyri mun iða af músík í fimm daga samfleytt frá 12. til 16. júní. „Sérstaka okkar er sú að við erum með allar tónlistarstefnur, allt frá klassík yfir í pönk. Við erum líklegast flottasta nyrsta tónlistarhátíð í heimi,“ segir hina kampakáta Guðrún Þórs, framkvæmdastýra AIM hátíðarinnar.

Jörðin fór að titra þegar talið barst að Loka Laufeyjarsyni

Birna Þórðardóttir stendur fyrir gönguferðum um miðbæinn sem bera heitið, Í fótspor kattarins. Í gær var hún með hóp og var að ræða um heitin á götunum í þingholtunum. Þegar talið barst að Lokastíg og sögunni af Loka Laufeyjarsyni gerðist atvik sem óhætt er að segja að hafi fengið hópinn til þess að standa á öndinni.

Sienna Miller er með spikaðan rass

Leikkonan Sienna Miller segir að samband hennar við kærastann, Rhys Evans hafi gert hana að matarfíkli, með sérstakan áhuga á kavíar, og þetta hafi haft afdrifaríkar afleiðingar á áður stinnan afturenda hennar.

Svali Frakkinn mætir í ágúst

Hinn eitursvali og æðislegi Sébastien Tellier leikur með hljómsveit sinni í Reykjavík 28. ágúst. Frakkinn vakti mikla athygli í Eurovision þar sem hann flutti lag sitt „Divine" fyrir Frakkland.

Klukkan sem stoppaði í skjálftanum

Þegar Magnús Karel Hannesson kom heim til sín á Eyrarbakka úr vinnunni klukkan sex í gær gat hann með vissu sagt hvenær jarðskjálftinn byrjaði. Ástæðan var sú að stofuklukkan stoppaði í skjálftanum og stendur nú sem minnisvarði um skjálftann.

Mættu í bleiku á frumsýningu

Stór hluti kvennanna mættu í bleiku eða allar þær sem áttu eitthvað bleikt, segir Linda Pétursdóttir sem bauð 300 viðskiptavinum Baðhússins í bíó í gær.

Að dæma fegurð er flókið mál

Hún þarf að hafa eitthvað auka sem veldur því að eftir henni er tekið, segir Guðrún Möller fyrrverandi fegurðardrottning Íslands þegar Vísir spyr hana út í valið á fallegustu stúlku landsins í kvöld.

Bónorð í Laugarásbíó - myndir

Viltu giftast mér Marijana? stóð stórum bleikum stöfum á bíótjaldinu í Laugarásbíó fyrir fullum sal af fólki rétt fyrir frumsýningu kvikmyndarinnar Sex and the City í gærkvöldi. Mikil fagnaðarlæti brutust út á meðal gesta þegar Mirijana játaðist unnusta sínum eftir hann fór á skeljarnar vægast sagt kófsveittur.

Skjálftinn hindraði Sirrý ekki í að halda sjötugsafmælið

Sirrý Geirsdóttir, fyrrverandi fegurðardrottning, fagnaði 70 ára afmæli sínu í dag og hafði boðið til sín fjölda gesta á Hótel Örk í Hveragerði. Skjálftinn reið yfir um það leyti sem gestir voru að ganga í húsið. Að sögn Sirrýar urðu miklar skemmdir á hótelinu, einkum í eldhúsinu og var því ákveðið að hleypa engum inn í húsið.

Sigur Rós æfir í Austurbæ

Hljómsveitin Sigur Rós mun senda frá sér nýja plötu þann 23. júní næstkomandi og ber hún nafnið Með suð í eyrum við spilum endalaust. Nú þegar hefur sveitin sett eitt lag á heimasíðu sína handa almenningi til niðurhals en það er opnunarlag plötunnar, Gobbledigook. Sveitin er nú í óða önn að undirbúa sig fyrir allsherjartónleikaferðalag um heiminn sem hefst í næstu viku í Guadalajara í Mexíkó. Af þeim sökum hefur sveitin tekið Austurbæ á leigu og æfir þar tónleikadagskrá sína. Undanfarið hafa síðan bæði innlendir og erlendir blaðamenn litið við í heimsókn. Er þetta í fyrsta sinn sem sveitin æfir sig hérlendis fyrir tónleikaferðalag af þessari stærðargráðu.

Besta vinkona Twain hélt við eiginmanninn

Kanadíska sveitasöngkonan Shania Twain neyðist til að horfast í augu við þá sorglegu staðreynd að náin vinkona hjónanna, Marie-Annie Thiébaud, sem starfaði fyrir hjónakornin í mörg ár, var hjákona mannsins hennar.

Opnar svefnherbergið á aldarafmælinu

Hafnfirðingar fagna 100 ára afmæli bæjar síns með margvíslegum hætti þessa dagana undir heitinu Heimboð í Hafnarfjörð. Liður í afmælishaldinu er þegar hafnfirskir listamenn opna vinnustofur sínar fyrir gestum og gangandi milli klukkan 18 og 22 í kvöld.

Líkkisturnar eru sérsmíðaðar

„Við létum smið smíða þessar kistur fyrir okkur,“ segir Sturla Jónsson mótmælandi sem ásamt félögum sínum mætir niður á Austurvöll með ellefu líkkistur í hádeginu.

Sagan af uppruna Potters á uppboð

JK Rowling höfundur Harry Potter bókanna hyggst skrifa uppkast að sögu um ævintýri Potters áður en hann fór í Hogwart skólann.

Opnar viðskiptabókabúð í niðursveiflu

„Viðskipti eru svo fjölbreytt og fjalla ekki bara um peninga, heldur líka fólk,“ segir Dögg Hjaltalín sem á föstudaginn opnar viðskiptabókabúðina Skuld á Laugaveginum. Hún segist upplifa nokkra þörf fyrir slíka búð enda hafi íslendingar mikinn áhuga á viðskiptum.

CSI stjarna dæmd í eiturlyfjameðferð

Í dag var CSI leikarinn Gary Dourdan dæmdur til að fara í stranga eiturlyfjameðferð fyrir að hafa í fórum sínum kókaín og alsælu í stað fangelsisvistar.

Skilnaður engin lausn

Will Smith og leikkonan Jada Pinkett Smith hafa verið gift í tíu ár og eiga saman tvö börn. Will á að baki stutt hjónaband með Sheree Zampino og á með henni son, Willard Smith, kallaður Trey, sem er 15 ára.

Sjá næstu 50 fréttir