Lífið

Tatum kennir hundinum sínum um dópkaup

Óskarsverðlaunaleikkonan Tatum O'Neal, sem gripin var við þá vafasömu iðju að kaupa krakk í gær, segir atvikið allt eiga sér eðlilegar skýringar. Í viðtali við New York Post segir barnastjarnan fyrrverandi að dauði hunds hennar hafi ollið henni miklum hugarkvölum sem loks urðu þess valdandi að hún keypti dópið. „Ég og dóttir mín þurftum að svæfa hana. Það var ólýsanlega skelfilegt," sagði leikkonan. Hún bætti því síðan við að lögreglan hafi „bjargað sér" áður en hún náði að neyta efnanna. Þrátt fyrir þessa útskýringu lýsti Tatum yfir sakleysi sínu fyrir rétti.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.