Lífið

Sigfús segir hvað gerðist í raun og veru eftir leikinn

ellyarmanns skrifar
Allir að faðma alla, allir að kyssa alla og svo náttúrulega að losa um tauga- og tilfinningaspennuna sem var búin að vera í gangi frá því að við byrjuðum þennan undirbúning, segir Sigfús.
Allir að faðma alla, allir að kyssa alla og svo náttúrulega að losa um tauga- og tilfinningaspennuna sem var búin að vera í gangi frá því að við byrjuðum þennan undirbúning, segir Sigfús.

„Við gjörsamlega trylltumst af gleði inn á vellinum eftir leikinn og það var misjafnt hvernig gleðin braust út hjá mönnum," segir Sigfús Sigurðsson handboltakappi þegar Vísir spyr hann hvað gerðist í raun og veru í búningsklefa íslenska handboltalandsliðsins eftir sigurleikinn gegn Svíum.

„Ég til dæmis varð gjörsamlega sigraður og hágrét á miðju gólfinu í faðmlögum með Óla. Svo var það að koma sér upp í klefa og það tók sinn tímann þar sem við vorum út um allt að fagna hvor öðrum."

„Svo loksins þegar ég komst upp í klefa þá var allt crazy þar inni, allir að faðma alla, allir að kyssa alla og svo náttúrulega að losa um tauga- og tilfinningaspennuna sem var búin að vera í gangi frá því að við byrjuðum þennan undirbúning."

„Það endaði þannig að allir vorum við saman þarna í klefanum eins og Gimpar, brosandi með tárin í augunum og faðmandi allt og alla, sama hvort það voru Pólverjar, Argentínumenn eða Íslendingar."

„Ég var gjörsamlega sigraður eftir þennann leik og veit varla neitt hvað gerðist eftir leikinn. Þegar ég vaknaði morguninn eftir til að fara að keyra aftir til Magdeburgar þá var þetta allt í móðu og er enn enda ekkert smá spennufall eftir svona átök."

„En eitt er víst að Pólverjar hafa aldrei upplifað eins mikla gleði og braust út eftir leikinn, þeir sem urðu vitni að þessu heima fyrir sáu ekki nema brot af því sem var að gerast svo þið getið ímyndað ykkur hvernig þetta var," segir Sigfús að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.