Lífið

Madonna má ekki vera að því að eldast

Það eru bara tveir mánuðir í að poppdrottningin Madonna verði fimmtug, en hún segist engan tíma hafa til að eldast. Í viðtali við Life & Style tímaritið upplýsti söngkonan að hún ætlaði sko ekki að hætta að vinna, hanga heima og verða feit. „Ég hef nóg að gera, börn að ala upp, eiginmann að gleðja og heim til að bjarga," sagði söngkonan.

Þegar hún er ekki upptekin við að bjarga heiminum dundar stjarnan sér við að halda sér unglegri og frískri. „Ég myndi æfa í þrjá tíma á dag ef ég hefði ekkert annað að gera. Ég fer í súrefnisandlitsmeðferðir og passa mig að vera ekki í sólinni." Þrátt fyrir þrálátan orðróm að Madonna beiti dramatískari aðferðum til að viðhalda unglegu útliti sínu, vill hún sem minnst tjá sig um það. „Ég hef ekkert á móti fegrunaraðgerðum. Ég er bara á móti því að tala um þær."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.