Lífið

Foreldrar Lohan vinna að sáttum

Lindsay ásamt foreldrum sínum.
Lindsay ásamt foreldrum sínum.

Foreldrar Lindsay Lohan, sem skildu í fyrrasumar, hittust hjá dómara í gær til að ná fram sáttum um forræði yfir yngri systkinum leikkonunnar, þeim Ali sem er 14 ára og Cody 11 ára. Sálfræðingur var ráðinn í kjölfar skilnaðarins til að ná sáttum milli barnanna og föður Lohan, sem er 48 ára gamall.

Yngri börnin taka þátt í raunveruleikaþætti móðurinnar, Dinu 45 ára, sem sýndur verður í sumar á sjónvarpsstöðinni E!.

21 árs gamla Lindsay er fyrir löngu orðin sjálfráða og bróðir hennar Michael, 20 ára, að sama skapi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.