Lífið

Amy rekin úr dómssal fyrir daður

Amy Winehouse.
Amy Winehouse.

Söngkonan Amy Winehouse var rekin úr dómssal með skömm í byrjun vikunnar eftir að hún daðraði í sífellu við sinn heittelskaða Blake Fielder-Civil.

Þrátt fyrir síendurteknar skammir dómarans hætti söngkonan ekki að senda fangelsuðum Blake fingurkossa og ástarorð í hljóði.

Með tælandi augnaráði fiktaði hún stöðugt í hárinu á sér og benti stöðugt á autt sætið við hlið sér á sama tíma og hún sagði skýrt og greinilega við Blake í hljóði: Komdu og sestu hjá mér elskan.

Amy var að lokum skipað að láta sig hverfa, sem og hún gerði, svo réttarhöldin gætu haldið áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.