Lífið

Johnny Deep: Ég er ekki fyndin manneskja

Johnny Deep. MYND/Getty
Johnny Deep. MYND/Getty

Leikarinn og sjarmatröllið Johnny Deep kom sá og sigraði á Kvikmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV sem fram fór í Kaliforníu í gær.

Deep sigraði í tveimur flokkkum: Besti gamanleikarinn, í hlutverki sjóræningjans Jack Sparrow, og Besti skúrkurinn, fyrir túlkun sína á morðingjanum Sweeney Todd í samnefndri kvikmynd Tim Burtons.

MYND/Getty

"Ég er ekki alveg viss hvernig þetta gerðist. Þið getið spurt alla sem ég þekki og þeir munu staðfesta að ég er ekki fyndin manneskja," sagði Deep þegar hann steig á sviðið í fyrra skiptið í nótt.

"Tvisvar á einu kvöldi, það er klikkað. Vá, ég verð að þakka öllum fyrir að kjósa mig. Þetta er mikill heiður," sagði leikarinn þegar hann tók við gyllta poppkorninu í seinna skiptið.

Hér má sjá lista yfir alla vinningshafana á síðu MTV (video).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.