Lífið

Kærasta Lindsay Lohan fær ekki frið

Lindsay og Samantha.
Lindsay og Samantha.

Lindsay Lohan og vinkona hennar, plötusnúðurinn Samantha Ronson, vekja vægast sagt mikla athygli hvert sem þær stíga niður fæti. Nú síðast á kvikmyndahátíðinni í Cannes voru vinkonurnar meira en lítið vinalegar, héldust í heldur, föðmuðust og kysstust eins og ekkert væri eðlilegra.

Slúðurpressan þjarmar stöðugt að Samönthu og Lohan til að fá úr því skorið hvort þær eru í raun og veru samkynhneigðar og hvort samband þeirra er komið á alvarlegt stig.

Stöllurnar segjast hinsvegar ekki vera neitt annað og meira en vinkonur.

Sjá myndband TMC.com






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.