Offramboð af skallapoppurum fer illa með tónleikahaldara Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 3. júní 2008 11:29 „Það er búið að blóðmjólka þennan markað og rúmlega það," segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Concert. Meðalaldur erlendra tónlistamanna sem sækja Ísland heim þetta árið er í hærra lagi. Tónleikum þeirra John Fogherty, Bob Dylan og Johnny Logan er lokið, en framundan eru með annars James Blunt, Eric Clapton, Whitesnake og líklega Paul Simon, þó vangaveltur hafi verið uppi um að það þurfi að aflýsa tónleikum hans vegna dræmrar aðsóknar. James Blunt er klárlega sá yngsti í hópnum, en flestir hinna eru á sjötugsaldri og áttu sitt blómaskeið á sjöunda og áttunda áratugnum. Ísleifur segir tónleikahaldara hafa lært það í gegnum tíðina að gömlu brýnin trekki að og fátt gangi jafn vel í landann. Nú sé þó að verða komið gott. „Þetta er náttúrulega offramboð fyrir sama hópinn. Ég held að flestir tónleikahaldarar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir bóka aftur svona gamlan rokkhund." segir Ísleifur. Hann býst ekki við að mikið verði um erlenda tónleika á næstunni þegar menn eru búnir að melta þennan bita. „Þetta er bara ekkert að ganga neitt æðislega vel. Það er mjög dýrt að gera þetta og mikil áhætta og það þarf að selja rosalega vel, og það vantar aðeins upp á það þessa dagana," segir Ísleifur, og tekur sem dæmi að Concert hafi í besta falli sloppið á núlli frá Dylan tónleikunum. Hann bætir við að sala miða á flesta tónleika hafi verið undir væntingum, nema þá helst hjá Clapton, og að sjálfsögðu unglambinu í hópnum, James Blunt, sem mokar út miðum. „Við þurfum að fara að bjóða upp á eitthvað annað en gamla kalla." Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
„Það er búið að blóðmjólka þennan markað og rúmlega það," segir Ísleifur Þórhallsson tónleikahaldari hjá Concert. Meðalaldur erlendra tónlistamanna sem sækja Ísland heim þetta árið er í hærra lagi. Tónleikum þeirra John Fogherty, Bob Dylan og Johnny Logan er lokið, en framundan eru með annars James Blunt, Eric Clapton, Whitesnake og líklega Paul Simon, þó vangaveltur hafi verið uppi um að það þurfi að aflýsa tónleikum hans vegna dræmrar aðsóknar. James Blunt er klárlega sá yngsti í hópnum, en flestir hinna eru á sjötugsaldri og áttu sitt blómaskeið á sjöunda og áttunda áratugnum. Ísleifur segir tónleikahaldara hafa lært það í gegnum tíðina að gömlu brýnin trekki að og fátt gangi jafn vel í landann. Nú sé þó að verða komið gott. „Þetta er náttúrulega offramboð fyrir sama hópinn. Ég held að flestir tónleikahaldarar muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir bóka aftur svona gamlan rokkhund." segir Ísleifur. Hann býst ekki við að mikið verði um erlenda tónleika á næstunni þegar menn eru búnir að melta þennan bita. „Þetta er bara ekkert að ganga neitt æðislega vel. Það er mjög dýrt að gera þetta og mikil áhætta og það þarf að selja rosalega vel, og það vantar aðeins upp á það þessa dagana," segir Ísleifur, og tekur sem dæmi að Concert hafi í besta falli sloppið á núlli frá Dylan tónleikunum. Hann bætir við að sala miða á flesta tónleika hafi verið undir væntingum, nema þá helst hjá Clapton, og að sjálfsögðu unglambinu í hópnum, James Blunt, sem mokar út miðum. „Við þurfum að fara að bjóða upp á eitthvað annað en gamla kalla."
Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira