Fleiri fréttir

Foreldrum Lohan um að kenna

Fyrrverandi lífvörður ungstjörnunnar Lindsayar Lohan, Tony Almeida, segir foreldra leikkonuna ábyrga fyrir óförum hennar. Frá 2002 til 2005, þegar Almeida vann fyrir Lohan, varð hann meðal annars vitni að því þegar leikkonan gerði sjálfsmorðstilraun, neytti fíkniefna og ók undir áhrifum áfengis.

Bjarni Ármannsson setti persónulegt met

Bjarni Ármannson, fyrrverandi forstjóri Glitnis lét sig ekki vanta í Reykjavíkurmaraþonið sem fram fór í dag. Hann hljóp heilt maraþon og setti persónulegt met þegar hann lauk hlaupinu á þremur klukkutímum og 21 mínútu.

Mills vann dómsmál

Breskur ljósmyndari hefur verið dæmdur til að inna af hendi 140 klukkustunda samfélagsþjónustu fyrir að hafa ráðist á Heather Mills, fyrrver­andi eiginkonu Bítilsins Pauls McCartney, og reynt að taka af henni mynd.

Winehouse í vandræðum

Vandræðagemlingurinn Amy Winehouse er komin í meðferð vegna drykkju- og eiturlyfjavandamála sinna og hefur því frestað fyrirhuguðum tónleikum sínum, á V Festival í Bretlandi og Rock en Seine-hátíðinni í Frakklandi.

Níu ára breikari með mikinn metnað

Örlygur Steinar Arnalds, níu ára, er fantagóður breikari. Í vikunni vakti hann athygli fyrir frammistöðu sína á breiksýningu í Kringlunni, enda yngsti breikarinn í hópnum sem þar kom fram.

Leikkonur stílisera flóamarkaðsgesti

Leikkonurnar Elma Lísa Gunnarsdóttir, Edda Björg Eyjólfsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir hafa gramsað í geymslum og safnað saman dóti sem þær munu selja á menningarlegum flóamarkaði í dag.

Alþjóðlegur Palli

Önnur smáskífa Páls Óskars, INTERNATIONAL, af dansplötunni hans "Allt fyrir ástina" kom út í síðustu viku. Lagið var þemalag Gay Pride hátíðarinnar 2007 enda talið endurspegla vel stuðið í Gleðigöngunni niður Laugaveginn.

Múslimar í Malasíu vilja banna Gwen Stefani

Bandaríska söngdívan Gwen Stefani hefur skipulagt tónleika í Kuala Lumpur, höfuðborg Malasíu, næstkomandi þriðjudag. Nú vilja meðlimir stjórnmálaflokksins PAS, sem er andstöðuflokkur múslima, stoppa tónleikana þar sem þeim þykir ímynd Gwen þess eðlis að hún hæfi ekki malasískum ungmennum.

Bubbi neitar að gefa upp lagalistann

Bubbi Morthens hefur ekki viljað gefa upp listann yfir þau lög sem hann ætlar að spila á afmælistónleikum Kaupþings á Laugardalsvellinum í kvöld. Vegna þess að tónleikarnir verða sýndir í beinni útsendingu á RÚV urðu tónlistarmennirnir, sem fram koma á tónleikunum, að gefa upp lagalista og lengd laga, með góðum fyrirvara. Það á þó ekki við um Bubba sem sagðist hreinlega ekki geta hugsað svona langt fram í tímann.

Alice Cooper opnar kristilega félagsmiðstöð

Þungarokkarinn gamalreyndi Alice Cooper hefur komið hörðustu aðdáendum sínum í opna skjöldu með nýjasta uppátæki sínu. Hinn sjálftitlaði Myrkraprins beitir nú kröftum sínum í að reisa kristilega félagsmiðstöð fyrir táninga á villigötum.

Topparnir í Kaupþing fá enga sérmeðferð

Allir helstu forkólfar Kaupþings munu mæta á 25 ára afmælistónleika fyrirtækisins á Laugardalsvelli í kvöld. Sigurður Einarsson, starfandi stjórnarformaður fyrirtækisins, sem búsettur er í Bretlandi, mun til að mynda mæta. Hans bíður þó engin sérstúka því allir tónleikagestir munu sitja við sama borð. Það verður ekki nein heiðursstúka á vellinum í kvöld.

Cowell hættir í sjónvarpi

Hataðasti maður í sjónvarpi, Simon Cowell hefur ákveðið að hætta á skjánum um fimmtugt. Það eru einungis þrjú ár þangað til, en hann heldur því fram að áhorfendur verði allir komnir með ógeð á honum þá hvort eð er. Hann ætlar síðan að einbeita sér að útgáfu á tónlist og framleiðslu sjónvarpsefnis.

Jay-Z með rúma tvo milljarða á ári

Rapparinn Jay-Z er efst á lista sem Forbes tímaritið setti saman yfir tekjuhæstu hip-hop listamenn heims á síðasta ári, en hann þénaði rúma 2,3 milljarða á síðasta ári. Þar skýtur hann ref fyrir rass stjörnum eins og 50 Cent, Timbaland og P-Diddy.

Þurfa ekki að gefa út afkomuviðvörun vegna tónleikanna

Einar Bárðarson, skipuleggjandi afmælistónleika Kaupþings sem fara fram á Laugardalsvelli í kvöld, furðar sig á umræðunni sem hefur skapast um kostnað Kaupþings vegna tónleikanna. Vísir greindi frá því í vikunni að kostnaður við tónleikanna væri um 35 milljónir en Einar segir það einfaldlega ekki skipta neinu máli.

Elvis lifir!

Fjöldi aðdáenda um heim allan heiðruðu minningu rokkkóngsins Elvis Presley í dag og minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að hann lést, langt fyrir aldur fram. Ísland í dag ræddi við nokkra aðdáendur kóngsins hérna heima sem létu ekki sitt eftir liggja.

Paris Hilton selur hús og skemmtun

Paris Hilton hefur selt hús sitt í Hollywood fyrir litlar 289 milljónir íslenskra króna og er hún sögð vilja finna sér heimili á stað þar ríkir meiri friður fyrir fjölmiðlum. Húsið sem Hilton keypti á 197 milljónir íslenskra króna árið 2004 var á sölu í 10 daga.

Nær allir starfsmenn Glitnis með í maraþoni

Nú hafa 520 starfsmenn Glitnis skráð sig í Reykjavíkurmaraþon bankans á laugardag. Pétur Þ. Óskarsson fjölmiðlafulltrúi Glitnis segir að gífurlega góð stemming sé meðal starfsmanna en nær liggur að um alla starfsmenn bankans á höfuðborgarsvæðinu sé að ræða.

Britney Spears í molum

Britney Spears á ekki sjö dagana sæla. Hún sást koma hágrátandi út frá lögfræðingi sínum eftir að hafa rætt um æ harðnandi forræðisdeilu sína og Kevins Federline. Samkvæmt Daily mail hefur hann farið fram á fullt forræði yfir börnum þeirra þeim Sean Preston, 22 mánaða og Jayden James, 10 mánaða.

Breskri konu neitað um forræði yfir börnum Jacksons

Breskri konu, sem heldur því fram að að hún sé hin raunverulega móðir barna Michaels Jackson, hefur verið neitað um sameiginlegt forræði yfir börnunum að því er AP fréttastofan greinir frá.

Formaður Presley klúbbsins segir kónginn lifa

Þrjátíu ár eru liðin frá meintu andláti Elvis Presley konungur rokksins. Brillantíngreiddir menn í samfestingum hvaðanæva að úr heiminum safnast nú saman við heimili Kóngsins, Graceland, þar sem flestir trúa að hann hafi látist þann 16. ágúst árið 1977, aðeins 42 ára að aldri. Margir aðdáendanna segja þó fregnir af andláti hans stórlega ýktar.

Mary Kate Olsen kyssir "gamalmenni"

Hollywoodpían Mary Kate Olsen gerði sér lítið fyrir og kyssti leikarann Ben Kingsley ástríðufullum kossi við tökur á nýjustu mynd þeirra The Wackness. Að sögn viðstaddra var engu til sparað við að gera kossinn sem raunverulegastan.

Ekki búið að velja leikara í Skaupið

Ragnar Bragason sem mun leikstýra næsta áramótaskaupi segist ekki vera búinn að velja leikarana en að það verði gert þegar líða fer á haustið. Hann segir nýja hlutverkið leggjast vel í sig og verkefnið vera eitthvað sem flesta leikstjóra langar til að spreyta sig á að minnsta kosti einu sinni á ævinni.

Nicole Richie í hnapphelduna

Nicole Richie hefur í nægu að snúast þessa dagana. Fangelsi í september, barn um áramót og nú brúðkaup! Fregnir herma að hún vilji drífa vígsluna af hið snarasta áður en hún verður of sver og áður en hún þarf að sitja af sér refsinguna.

Gott að vita af giftingarhringnum í Súðavíkurhöfn

Birgitta Birgisdóttir leikkona og Örvar Smárason í Múm giftu sig í Súðavíkurkirkju um helgina. Að athöfn lokinni fór brúðguminn niður í Súðavíkurhöfn að veiða í soðið en ekki vildi betur til en svo að hringurinn sem Birgitta hafði rétt lokið við að koma upp á fingur hans rann af og út í sjó.

Lisa Marie og Elvis í dúett

Myndband þar sem Lisa Marie Presley syngur lagið "In the Ghetto" ásamt föður sínum verður birt á heimasíðunni Spinner.com á föstudaginn. Rödd Lísu er bætt við upprunalegu útgáfuna frá 1969."Ég hef aldrei grátið þegar ég hef gert eitthvað en ég missti mig gjörsamlega þegar ég heyrði lagið,"

Victoria Beckham bætir á sig

Von er á því að smásmíðin Victoria Beckham sjáist brátt með allnokkur aukakíló á skjánum. Glamúrgellan mun leika sjálfa sig í sjónvarpsþættinum Ugly Betty en í hlutverkinu á hún að hafa bætt á sig nokkrum kílóum.

Amy Winehouse í meðferð

Rokkarinn Amy Winehouse, sem einmitt er þekktust fyrir lag sitt ,,Rehab", eða ,,meðferð" hefur séð ljósið og skráð sig í eina slíka í Essex á Bretlandi. Söngkonan var lögð inn á spítala í síðustu viku, þegar hún missti meðvitund í samkvæmi heima hjá sér eftir þriggja daga vöku undir áhrifum flestra eiturlyfja sem þekkjast.

Sienna Miller komin á fast

Leikkonan Sienna Miller virðist loksins vera búin að finna draumaprinsinn. Sá heppni er leikarinn Matthew Rhys og kynntist parið við tökur á myndinni ,,The edge of love". Að sögn breska blaðsins The Sun vann Keira Knightley, vinkona Miller, að því hörðum höndum að koma parinu saman. Þau fóru svo á fyrsta stefnumótið í Maí, eftir að hún hætti með fyrisætunni James Burke.

Sólóplötur Lennons á iTunes

Nú er hægt að hala niður sextán sólóplötum með John Lennon á iTunes í fyrsta skipti eftir að samningar náðust við Yoko Ono ekkju bítilsins. Plöturnar hafa verið til sölu á öðrum stafrænum miðlum en hafa ekki fyrr fengist hjá Apple.

Fimmta barn Brad og Angelinu

Ofurstjörnuhjónin Brad Pitt og Angelina Jolie eru samkvæmt breska blaðinu Daily Mail á leiðinni til Eþíópíu en þar ætla þau að ættleiða sitt fjórða barn.

Fjölnir og Unnur saman á HM

„Þetta var voðalega gaman, myndin er nú tekin í einhverjum fíflagangi þegar B-úrslitin voru að klárast,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og hestamanneskja með meiru.

Sá heitasti í Bretlandi

Leikarinn Orlando Bloom hefur verið kjörinn heitasti piparsveinn Bretlands í könnun á vegum tímaritsins Cosmopolitan. Alls tóku eitt þúsund breskar konur þátt í könnuninni.

Aniston í leikstjórastól

Stuttmynd í leikstjórn leikkonunnar Jennifer Aniston verður frumsýnd á alþjóðlegri stuttmyndahátíð í Kaliforníu sem hefst 23. ágúst. Myndin, sem hún leikstýrði ásamt Andrea Buchanan, heitir Room 10. Fjallar hún ástarsamband hjúkrunarkonu sem leikin er af Robin Wright Penn og manns sem Kris Kristofferson leikur.

Magnús Scheving leggur búningi Íþróttaálfsins

„Nei, ég er kannski ekki hættur en ég á eftir að gera minna af því að fara í einkennisbúning Íþróttaálfsins,“ segir Magnús Scheving, forstjóri Latabæjar. Orðrómur hefur verið á kreiki um að Magnús væri að hætta að leika Íþróttaálfinn, eða Sportacus eins og hann heitir á ensku.

Birgitta lét drauminn rætast

Fullt var út úr dyrum í Súðavíkurkirkju á laugardaginn þegar leikkonan Birgitta Birgisdóttir og Örvar Smárason, liðsmaður hljómsveitarinnar Múm, gengu í heilagt hjónaband. Yfir 120 manns voru samankomnir í hinni litlu Súðavíkurkirkju og fylgdust með Séra Valdimari Hreiðarssyni gefa skötuhjúin saman.

Allt í flækju í máli Phil Spector

Enn eykst óvissan í réttarhöldunum yfir tónlistarframleiðandinn Phil Spector, en honum er gefið að sök að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson. Phil hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu. Móðir leikkonunnar látnu bar vitni í málinu á dögunum.

Rifrildi innan fjölskyldunnar opnaði augu Amy

Jazzdívan Amy Winehouse og eiginmaður hennar Blake Fielder-Civil hafa loks gefið eftir og ákveðið að fara í meðferð. Söngkonan varð miður sín í kjölfar heiftarlegs rifrildis sem upp kom á milli föðurs hennar og tengdaföðurs vegna neyslu þeirra hjóna.

Afmælistónleikar Kaupþings kosta yfir þrjátíu milljónir

Afmælistónleikar Kaupþings verða haldnir á Laugardalsvelli á föstudagskvöldið næstkomandi og er engu til sparað við að gera þá sem glæsilegasta úr garði. Heimildir Vísis herma að herlegheitin kosti yfir þrjátíu milljónir en Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi Kaupþings vill ekkert gefa upp um kostnaðinn.

David Schwimmer vantar konu

Friendsleikarinn David Schwimmer hefur ákveðið að taka sér frí frá störfum. Oft er það önnur leið leikara til að segja að þeir hafi ekkert að gera en Schwimmer segir aðra ástæðu liggja að baki. Hann hefur ákveðið að taka sér sex mánaða leyfi til að verða sér úti um eiginkonu.

Jennifer Aniston leikstýrir

Aðdáendur leikkonunnar Jennifer Aniston geta brátt séð afraksturinn af frumraun hennar í kvikmyndaleikstjórn en hún hefur leikstýrt rómantískri stuttmynd sem heitir Room 10. Myndin verður sýnd á stuttmyndahátíðinni Palm Springs Festival ,ásamt 350 öðrum myndum, en hún verður haldin í Californiu í lok þessa mánaðar.

Þorstreinn J. með nýjan menningarþátt

Nýr menningarþáttur hefur göngu sína í Ríkissjónvarpinu með haustinu og mun hann eingöngu fjalla um leikhús og kvikmyndir. Þorsteinn J. Vilhjálmsson mun stýra þættinum en honum til halds og trausts verða Andrea Róbertsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir og Ásgrímur Sverrisson.

Morðsaga Simpsons verður gefin út

Hin umdeilda bók O.J. Simpsons "Ef ég hefði gert það" sem heitir á frummálinu "If I Did It" mun verða gefin út. Þessu greinir umboðsmaður fjölskyldu hinnar myrtu eiginkonu Simpsons frá í dag en hann hefur samið um útgáfu bókarinnar.

Bubbi og Hrafnhildur selja á Nesinu

Bubbi Morthens og Hrafnhildur Hafsteinsdóttir eru búin að setja íbúð sína að Skerjabraut á Seltjarnarnesi á sölu. Íbúðin er ekki nema rúmlega 70 fermetrar og má því ætla að nokkuð þröngt hafi verið í búi. Hún er þó öll nýuppgerð og smekklega innréttuð.

Hrædd við hrukkur

Stjörnuparið David og Victoria Beckham hafa nú sagt slæmri húð stríð á hendur og eru í strangri húðmeðferð. Ætlunin er að vernda húð þeirra frá sterkri sólu Los Angeles.

Sjá næstu 50 fréttir