Lífið

Nicole Richie í hnapphelduna

Nicole Richie þarf að hafa hraðar hendur við að finna sér hvítan kjól
Nicole Richie þarf að hafa hraðar hendur við að finna sér hvítan kjól MYND/Getty

Nicole Richie hefur í nægu að snúast þessa dagana. Fangelsi í september, barn um áramót og nú brúðkaup! Fregnir herma að hún vilji drífa vígsluna af hið snarasta áður en hún verður of sver og áður en hún þarf að sitja af sér refsinguna.

Richie var dæmd í fjögurra daga fangelsi fyrir ölvunarakstur í lok júlí og á að hefja afplánun 28. september. Það er því ljóst að spýta þarf í lófana því þegar eru komnir 200 manns á gestalistann. Hinn heppni er Joel Madden en hann ku einnig vera faðir barnsins sem hún ber undir belti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.