Lífið

Breskri konu neitað um forræði yfir börnum Jacksons

MYND/AP

Breskri konu, sem heldur því fram að að hún sé hin raunverulega móðir barna Michaels Jackson, hefur verið neitað um sameiginlegt forræði yfir börnunum að því er AP fréttastofan greinir frá.

Hin 36 ára Nona Paris Lola Jackson óskaði eftir því að fá sameiginlegt forræði yfir þeim Prince Michael tíu ára, Paris níu ára og Prince Michael II fimm ára. Dómarinn sagði gögn í málinu ekki styðja genasamband á milli hennar og barnanna og neitaði henni því um forræði.

Langvinnri forræðisdeilu á milli Jacksons og Debbie Rowe, fyrrverandi eiginkonu hans, lauk með samkomulagi í september 2006 en því hefur ekki verið ljóstrað upp hvernig forræðinu er skipt. Nona Jackson sem segist lengi hafa átt í kynferðislegu sambandi við söngvarann vildi láta bæta sér inn í samkomulagið. Hún fór einnig fram á það að fá barnabætur og yfirráð yfir hluta af Neverland búgarði Jacksons.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.