Lífið

Fjölnir og Unnur saman á HM

Fjölnir og Unnur skemmtu sér vel saman á HM íslenska hestsins í Hollandi
Fjölnir og Unnur skemmtu sér vel saman á HM íslenska hestsins í Hollandi

„Þetta var voðalega gaman, myndin er nú tekin í einhverjum fíflagangi þegar B-úrslitin voru að klárast,“ segir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi alheimsfegurðardrottning og hestamanneskja með meiru. Unnur, eins og margir aðrir knapar, var á HM íslenska hestsins í Hollandi sem fram fór um helgina. Á vefsíðunni hestafrettir.is, sem Fjölnir Þorgeirsson er skráður fyrir, má sjá mynd af þeim tveim og ekki verður annað séð en að kátt hafi verið í kotinu þegar smellt var af. „Þarna var alveg frábær stemning, íslenskir trúbadorar út um allt og veðrið lék við okkur síðustu tvo dagana, sól og logn, algjör bongóblíða,“ segir Unnur.

Fjölnir var ekki síður ánægður með ferðina til Hollands enda var gengi íslensku keppendanna vonum framar. Hvorki Unnur né Fjölnir voru þó meðal keppenda og sagðist Fjölnir þarna hafa verið í vinnuferð. „Ég var þarna að skrifa fyrir Hestafréttir og færa mönnum það helsta sem gerðist þarna úti,“ segir þúsundþjalasmiðurinn.

Fréttablaðið greindi frá því fyrir nokkru að Fjölnir hefði gert heiðarlega tilraun til að bjóða Unni Birnu á stefnumót. Ekkert varð af því að þau færu út saman. Hins vegar verður því ekki neitað að þau voru glæsileg saman í Hollandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.