Fleiri fréttir

Japanskir lögreglumenn gungur

Japanskir lögreglumenn eru gungur. Það finnst alla vega forsætisráðherra landsins, Junichiro Koizumi, sem í dag óskaði eftir því að bætt yrði úr þjálfun japanskra lögreglumanna svo þeir hefðu meiri kjark.

Stríðsöxin grafin

Josh Homme, söngvari Queens of the Stone Age, og Nick Oliveri, fyrrverandi bassaleikari sveitarinnar, ætla hugsanlega að starfa saman á ný seinna á þessu ári og grafa þar með stríðsöxina.

Stjörnurnar starfa með Lewis

Tónlistargoðsögnin Jerry Lee Lewis mun starfa með mörgum af frægustu nöfnunum í bransanum á sinni fyrstu hljóðversplötu frá árinu 1995.

Húsnæðislausir í tískuklæðnaði

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hyggjast leysa vanda húsnæðislausra með nokkuð nýstárlegum hætti. Þar í landi er vinsælt að falsa hátískuklæðnað frægra hönnuða og hafa bæði lögregla og tollayfirvöld lagt hald á töluvert magn af slíkum klæðnaði. Stjórnvöldum þótti heillaráð að klippa miðana af fötunum og gefa heimilislausum.

Enn til miðar á Izzard

Enn eru örfáir miðar eftir á aukasýningu grínistans Eddie Izzard á Broadway þann 10. mars og fást þeir m.a. í verslunum Skífunnar og á event.is. Miðar á fyrri sýninguna seldust upp á 8. mínútum í morgun.

Heldur áfram að blóta í haust

Það er eins gott að hlamma sér fyrir framan skjáinn á sunnudaginn þegar síðasti bingóþáttur vetrarins verður sýndur á Skjá einum.

Rock byrjaður með Óskarsbrandarana

„Ég þekki enga gagnkynhneigða karlmenn sem horfa á Óskarsverðlaunahátíðina fyrir utan þá sem starfa í skemmtanabransanum,“ segir grínistinn Chris Rock. Alla jafna væri öllum sama um yfirlýsingar af þessu tagi en svo óheppilega vill til að Rock er kynnir hátíðarinnar í ár.

Skar undan kærastanum

Fjörutíu og fjögurra ára gamall maður í Alaska þakkar væntanlega læknum þar kærlega fyrir hjálpina en þeim tókst að græða á hann getnaðarliminn eftir að öskuill unnusta mannsins hjó hann af og sturtaði niður í klósettið. Parið mun hafa verið í þann mund að ljúka stormasömu sambandi sínu en ákvað að sofa saman fyrst.

Tilfinningar til Fríkirkjunnar

Sigurður Sigurjónsson leikari er innfæddur Gaflari og nefnir fyrst íþróttaheimili Hauka á Ásvöllum þegar hann er spurður um uppáhaldshús í Hafnarfirði. Við nánari umhugsun skiptir hann um skoðun og vill nefna Fríkirkjuna fyrsta.

Hvað um holdsveikraspítalann?

Fyrir tveimur árum keypti Kópavogsbær hluta af landi Kópavogshælisins af ríkinu og í kjölfarið var efnt til samkeppni meðal arkitekta um deiliskipulag svæðisins. Benjamín Magnússon arkitekt vann þá samkeppni og samkvæmt tillögum hans fellur gamla Holdsveikrahælið á lóðinni að því skipulagi.

Fyrsta húsið var fyrir mömmu

Arkitektinn Shigaru Ban er algjört fyrirbæri í hönnunarheiminum. Hann er mjög þekktur og virtur í starfsstétt sinni fyrir hugmyndaflug sitt en hann byggir hús og húsgögn eingöngu úr pappír.

Samræðulistin er dauð

Hvað er fólk að segja? Ekki neitt, samkvæmt nýrri, breskri rannsókn. Vísindamennirnir telja sig hafa sannað að blaður hafi yfirtekið djúpar og þýðingarmiklar samræður.</font />

Forsala á Maiden í mars

Forsala miða á tónleika rokksveitarinnar Iron Maiden í Egilshöll hefst sunnudaginn 6. mars. Iron Maiden kemur með gífurlega mikið af sviðsbúnaði fyrir tónleikana og má því búast við miklu sjónarspili.

Höfundur Fear and Loathing látinn

Hunter S. Thompson, höfundur bókarinnar Fear and Loathing in Las Vegas sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir, fannst látinn á sunnudag á heimili sínu í Aspen í Colorado. Hafði hann framið sjálfsvíg.

Sjónvarpsviðtal sýnt í réttarsal

Saksóknarar í máli Michael Jackson ætla að sýna kviðdómnum sjónvarpsviðtal þar sem söngvarinn talaði um hvernig hann deildi svefnherbergi sínu með börnum.

Eitt ár saman

Justin Timberlake og Cameron Diaz héldu partí um daginn og fögnuðu því að þau hafa verið saman í eitt ár. Þau leigðu svítu á Las Vegas Hard Rock-hótelinu fyrir veisluna.

Er allt vænt sem vel er grænt?

Nýleg rannsókn bendir til að ekki sé hollt fyrir ung börn að alast eingöngu upp á grænmetisfæði. Grænmetisætur vísa því algerlega á bug og segja börn sín síst pattaralegri en önnur börn.

Fíll banaði umsjónarmanni sínum

Stjórnendur dýragarðsins í Vín segja ekki ástæðu til að endurskoða öryggisreglur dýragarðsins þrátt fyrir að fíll hafi kramið umsjónarmann sinn til bana. Þetta er annað dauðsfallið á þremur árum sem dýr í garðinum valda, í fyrra skiptið rifu þrír jagúarar starfsmann dýragarðsins í sig fyrir framan gesti.

Þriðji Beckham-sonurinn í heiminn

Það fjölgaði um einn í Beckham-fjölskyldunni í gær þegar Victoria Beckham fæddi þriðja son þeirra hjóna. Hann var tekinn með keisaraskurði eins og hinir drengirnir, Brooklyn, sem er 5 ára, og Romeo sem er 2 ára.

Vetrarhátíð loksins á dagatalið

Vetrarhátíð í Reykjavík lauk í gær og var dagskráin afar fjölbreytt og skemmtileg. Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri hátíðarinnar var í hæstu hæðum í gær vegna góðs gengis í ár

Mikil hlýja í loftinu á konudag

Konudagurinn var í gær og að venju flykktust karlmenn til blómabænda og keyptu glaðning handa elskunni. Sú hefð að gleðja konuna með einhverjum hætti á konudaginn er mun eldri en hefðin að gefa blóm.

Þátttöku Ylfu Lindar lokið

Ylfa Lind Gylfadóttir, tvítug stúlka úr Hveragerði, var í kvöld kosin út úr keppni í Idol stjörnuleitinni. Fimm manna úrslit fóru fram í Vetrargarðinum í Smáralind í beinni útsendingu Stöðvar 2.

Ylfa úr leik í Stjörnuleitinni

Ylfa Lind Gylfadóttir féll úr keppninni Idol - Stjörnuleit á Stöð 2 í gær. Þá eru eftir fjórir keppendur. Á föstudag keppa Davíð Smári Harðarson, Aðalheiður Ólafsdóttir, Hildur Vala Einarsdóttir og Lísbet Hauksdóttir um að komast áfram í undanúrslit.

Óttar Proppé með nýja hljómsveit

"Stefnan er að stinga á kýlum í samfélaginu. Kýlum sem þarf að stinga á. Það er meira en nóg af þeim og það kallar á pönkstarfssemi," segir Óttarr Proppé, söngvari hljómsveitarinnar Rass, nýrrar hljómsveitar sem samanstendur af nokkrum rokk- og pönkhundum.

Gelgjurnar flykkjast í frístæl

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus fylgir DV</strong> í dag. Blaðið er troðfullt af skemmtilegu efni. Gula pressan er nýr liður þar sem ýmis mál eru tekin fyrir á öðruvísi grundvelli og stripparar segja hvað þeim finnst um íslenska karlmenn. Svo er fjallað um frístælkeppnina frægu, sem fer fram í kvöld. Hóparnir Atom og Argon sýndu Fókus nokkur spor.

Allsber út um allan bæ

Það er kominn föstudagur og <strong>Fókus </strong>fylgir <strong>DV í dag</strong>. Að vanda fjallar blaðið ítarlega um menningar- og skemmtanalífið, tónlistina og bíómyndirnar. Forsíðuna að þessu sinni prýðir <strong>Erna Þorbjörg Einarsdóttir</strong>. Hún fór allsber út um allan bæ, í strætó, klippingu, á barinn, í skólann og sjoppuna. Erna opnar ljósmyndasýningu í Gallerí Tukt í kvöld.

Myndin sem sigrar heiminn

"Við ætlum að sýna smá brot, svona sex mínútur," segir Ari Alexander leikstjóri, sem svalar forvitni áhorfenda sem eru spenntir fyrir heimildamynd hans, Gargandi snilld. Hann tekur á móti þeim í Smekkleysubúðinni í kvöld. Í Gargandi snilld er farið yfir tónlistarsögu Íslendinga og er áherslan lög á meik síðustu ára.

Von Trier í Vatnsmýri

Norræna húsið fer hamförum eins og svo margir á Vetrarhátíð nú um helgina. Í kvöld er nokkuð girnileg kvikmyndasýning í boði hjá þeim úti í Vatnsmýri. Sýningin heitir Criss Cross: Film on Film. Þar ber hæst nýjasta útspil Lars Von Trier, <em>De fem benspænd. </em>Þetta er heimildamyndin sem hann gerði með kvikmyndaleikstjóranum Jørgen Leth.

Singstar í stjörnuleit

<strong>Fókus fylgir DV</strong> á föstudögum. Að venju er þar að finna allt um menningar- og skemmtanalíf helgarinnar. Á djammkortinu er hægt að sjá hvað er að gerast hvar, það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í kvöld fer m.a. fram óvenjuleg söngkeppni á Prikinu. Jón Mýrdal og Hemmi feiti mæta með Sing Star og leita að færasta söngvaranum. 

Hvernig á að ná keppnistani

Hinn helmassaði <strong>Egill Gilzenegger </strong>heldur áfram pistlaskrifum sínum í <strong>Fókus</strong>, sem fylgir <strong>DV í dag</strong>. Þessa vikuna tekur hann fyrir hvernig best er að ná sér í svokallað keppnistan, sólbrúnku sem gerir það að verkum að dyraverðir skemmtistaða fleygja þér inn, ekki út. Hann býr til prógram, sem spannar heilan dag, frá hálf sjö um morgun til hálf tíu um kvöld.

Al-Kaída er blöff

"Við sögðum frá fangapyntingunum í Írak tveimur mánuðum á undan þessum hefðbundnu íslensku fjölmiðlum. Erlendar fréttir á Íslandi eru soðnar upp úr stóru fréttastofunum, gagnrýnislaust," segir Stefán Þorgrímsson, forsprakki grasrótarhreyfingarinnar Gagnauga. Félagið efnir til heimildarmyndaviku, þar sem sýndar verða 48 myndir.

Norðlenskt já takk!

Í kvöld verður norðlensk tónlistarveisla á Grandrokk. Það verða fimm bönd að spila sem eru hvert öðru ólíkara. Hvanndalsbræður munu stíga á stokk en það er sagt að þeir spili fávitapopp. "Við erum nú bara að hafa gaman af þessu," sagði Rögnvaldur gáfaði, meðlimur bandsins hlæjandi, aðspurður hvort að hann sé sáttur við þá flokkun.

Clooney óánægður með Crowe

George Clooney er ekki ánægður með gagnrýni Russel Crowe á auglýsingaleik sínum. Crowe gagnrýndi Clooney, Harrison Ford og Robert De Niro fyrir að leika í auglýsingum og sagðist sjálfur, ólíkt þeim, ekki notfæra sér frægð sína á þennan hátt.

Madonna leikur Candy Darling

Madonna hefur samþykkt að leika klæðskipting að nafni Candy Darling í nýrri mynd. Candy Darling lék í kvikmyndum eftir Andy Warhol á sjöunda áratugnum og er uppsprettan að lögunum Candy Says og Walk On The Wild Side eftir Lou Reed.

Læra að elda saman

Britney Spears og eiginmaður hennar, Kevin Federline, hafa ákveðið að læra saman að elda.

Rómantískari skærissystur

Næsta plata hljómsveitarinnar Scissor Sisters mun innihalda fleiri "ástarlög." Bassaleikari hljómsveitarinnar, Baby Daddy, sagði ástæðuna vera að tveir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu nýlega orðið ástfangnir.

Nýtt lag frá Sálinni

Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist Aldrei liðið betur. Verður það á nýrri plötu sveitarinnar sem kemur líklega út í október á þessu ári.

Plata og bók frá Tori Amos

Ný plata og bók eru á leiðinni frá söngkonunni Tori Amos. Platan, sem kemur út á þriðjudag, heitir The Beekeeper og er hennar áttunda hljóðversplata. Hefur hún að geyma hvorki meira né minna en nítján lög.

Idol - 5 manna úrslit í kvöld

Keppendum í Idol stjörnuleit fækkar og spennan magnast. Aðeins 5 keppendur eru eftir í keppninni: Davíð Smári, Ylfa Lind, Aðalheiður, Hildur Vala og Lísebet. Í kvöld verður Stórsveit Reykjavíkur á sviðinu í Vertrargarðinum í Smáralind með keppendunum.  Lögin í kvöld eru dægurperlur fyrri tíma. Stjórnandi Stórsveitarinnar er Samúel Samúelsson tónlistarmaður, Sammi í Jagúar. Gestadómari kvöldsins er enginn annar en stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason.

Jackson heim af sjúkrahúsinu

Konungur poppsins er kominn heim af sjúkrahúsi. Michael Jackson var í gær leyft að halda á ný til heimkynna sinna í Neverland eftir að hafa verið lagður inn með flensueinkenni fyrr í vikunni. Réttarhöld yfir Jackson fara fram þessa dagana og þurfti að fresta þeim um viku vegna veikindanna.

Bassagítarinn er stofustáss

"Ég á bassagítar sem er óskaplega fallegt og gott hljóðfæri og stendur hér sem stofustáss á heimilinu, þó ég taki nú í hann af og til og spili á hann," segir Skúli Gautason, leikari og tónlistarmaður með meiru. Skúli segir bassagítarinn uppfulllan af góðum minningum og þá sérstaklega frá því er hann var í hljómsveitinni Pungó og Daisy.

Hjarta heimilisins

Eldhúsmublur þarf því að velja af kostgæfni því fá húsgögn eru jafn mikið notuð. Stólarnir þurfa að vera þægilegir og borðið rúmgott og ekki spillir fyrir að hafa útlitið fallegt því þessi húsgögn gefa jú eldhúsinu sterkan svip.

Finnst Paula betri en Sharon

Simon Cowell segist líka það betur að vinna með Paulu Abdul en Sharon Osbourne. Paula er dómari ásamt Simon í American Idol en Sharon vinnur með honum í The X Factor.

Sjá næstu 50 fréttir