Lífið

Samræðulistin er dauð

Hvað er fólk að segja? Ekki neitt, samkvæmt nýrri, breskri rannsókn.  Samræðulistinn er dauð. Lengi lifi blaðrið. Þannig hljóma niðurstöður breskrar rannsóknar á því sem fólk talar um sín á milli. Yfir 2000 Bretar tóku þátt í samræðurannsókninni sem leiddi í ljós að tveir þriðju eiga aldrei djúpar og þýðingarmiklar samræður heldur blaðra og skvaldra um daginn og veginn: vinnuna, eitthvað sem var í sjónvarpinu og umferðina. Veðrið er hins vegar úti sem umræðuefni. Sérfræðingur sem breska blaðið Observer vitnar til segir að flestir þrái almennilegar samræður um eitthvað sem máli skiptir en segja megi að samræður af því tagi séu fórnarlömb hraðans sem einkenni nútímann. Erfitt sé að segja eitthvað af viti í flýti. Og það sem meira er: Könnunin leiðir ennfremur í ljós að flestir kjósa að tala við aðra í gegnum síma en ekki augliti til auglitis. Þannig finnst fólki betra að eiga í almennilegum samræðum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.