Lífið

Óttar Proppé með nýja hljómsveit

Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Eins og venjulega er blaðið stútfullt af skemmilegu efni. Erna Þorbjörg er berrössuð út um allan bæ og tekur myndir af því, stripparar segja sína skoðun á íslenskum karlmönnum og ung pör tala um kynlíf og fleira. Svo er Óttar Proppé að byrja með nýja hljómsveit með nokkrum rokk- og pönkhundum. "Stefnan er að stinga á kýlum í samfélaginu. Kýlum sem þarf að stinga á. Það er meira en nóg af þeim og það kallar á pönkstarfssemi," segir Óttarr Proppé, söngvari hljómsveitarinnar Rass. Rass er samansett úr nokkrum vönum rokkurum og pönkurum. Gömlu Ham-ararnir Arnar Geir og S. Björn Blöndal á trommum og gítar, Guðni Finnson á bassa og Þorgeir Guðmundsson á gítar. Sveitin var iðin í haust, er búin að taka upp plötu, og ætlar að láta til sín taka á vormánuðum. "Við ætlum að standa okkur í pönkinu. Ákváðum að pönkið hefði engan stað í jólalátunum og frestuðum því að gefa út plötuna. Stefnan er að hafa hlutina eins einfalda og hægt er. Við æfum aldrei, það er stefnan." Meðal laga á plötunni eru Burt með kvótann, Kárahnjúkar, Óréttlæti og Bræður vilja vinna úti. "Þetta er uppsafnað frá síðastliðnum tveimur árum. Við ætluðum lengi að láta plötuna heita Stingur á kýlum en vorum svo ánægðir með upptökumanninn að nú mun hún kannski heita Aron. Öll lögin eru um tvær mínútur og ekkert kjaftæði." Þetta viðtal, djammkortið, myndasaga um Strákana á stöð 2 og margt fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.