Lífið

Rómantískari skærissystur

Næsta plata hljómsveitarinnar Scissor Sisters mun innihalda fleiri "ástarlög." Bassaleikari hljómsveitarinnar, Baby Daddy, sagði ástæðuna vera að tveir meðlimir hljómsveitarinnar hefðu nýlega orðið ástfangnir. Hann sagði hljómsveitina ætla að taka sér smá frí áður en hún byrjar á nýrri plötu og tók einnig fram að smá smuga væri að tvö uppáhalds tónleikalög þeirra, Magnifique og Forever Right Now, yrðu á plötunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.